Réttur - 01.04.1938, Blaðsíða 50
„Verkfræðingurinn lét fallast ofan í stól.
„Hver var Matteotti?" spurði hann.
„Það var maður, sem barðist fyrir málstað fátækl-
inganna, þess vegna var hann myrtur af Mussolini“.
„Ert þú andfasisti?“
„Auðvitað“.
• „Og Silvia líka ? “
„Hún er meiri andfasisti en eg“.
„En faðir þinn?“
„Hann er meiri andfasisti en við báðar . . . En hann
talar ekki um það, hann framkvæmir“.
Luisa fór með hann upp á efra loftið.
„Þetta er herbergi foreldra minna“.
„Og hvaða herbergi er þetta?“
„Það fær enginn að koma þangað inn. Pabbi bann-
ar það. Það er mikið af blöðum þar inni, og hann vill
ekki láta óhreinka þau“.
Luisa og ,,verkfræðingurinn“ fóru aftur út í garð-
inn. —
Næsta hálftímann gekk hann fram og aftur um
garðinn. Því næst tók hann ákvörðun, fór inn til
Luisu og sagði:
„Viltu senda fyrir mig símskeyti?“
Hann fékk telpunni skeytið og peningana, sagðist
vera þreyttur og ætla beint í rúmið.
Morguninn eftir fór Silvia upp með matinn „verk-
fræðingsins“, en það var ekki svarað. Dyrnar voru
læstar. Silvia var viss um að eitthvað hefði komið
fyrir, og hrópaði upp yfir sig. Öll fjölskyldan kom
þjótandi, til að sjá hvað um væri að vera. Daníel sló
inn hurðina. Herbergið var tómt, það hafði ekki verið
sofið í rúminu, farangurinn var horfinn.
„Hann er farinn!" hrópaði Silvia.
„Hann fer án þess að kveðja“, sagði Luisa.
„Hann hlýtur að hafa farið í gærkvöldi“, sagði
Filomena og benti á rúmið.
Daníel þaut í tveim skrefum upp á efra loftið, þar-
82