Réttur


Réttur - 01.03.1939, Page 11

Réttur - 01.03.1939, Page 11
reiðubúin að greiða þennan kostnað þessa innlenda iðn- aðar? Spurningunni um innlendan iðnað er engan veginn fyllilega svarað með þessu. ísland hefir mikil náttúrugæði, og þau eru hvergi not- uð eins og skyldi, en það er einmitt á þeim sviðum, sem íslenzka náttúran leggur fram gæði sín, sem vinna lands- manna er afkastamest. Afköst íslenzku sjómannanna eru t.d. margföld á við það, sem þau eru hjá flestum öðr- um fiskiveiðaþjóðum. En þó verður tiltölulega minna úr þeim miklu afköstum, en búast mætti við. En það staf- ar einkum af því, að afurðirnar eru svo lítt unnar. — Óneitanlega hefir mikið verið gert til betri nýtingar á þeim, en samt engan veginn nóg. Það vantar meiri iðn- að til þess að nýta sjáyarafurðirnar og önnur iðnaðar- hráefni, sem finnast í landinu. Þess vegna á sá iðnað- ur, sem rís hér upp, fyrst og fremst að vera grundvall- aður á náttúruauðlindum landsins — og tengdur öðr- um höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar, útgerðinni. Það þarf að byggja fleiri fiskimjölsverksmiður, síldar- og niður- suðuverksmiðjur, og koma upp verksmiðju til þess að herða lýsið. Og margar aðrar framkvæmdir koma til greina .Þetta heimtar, að rannsóknum á nýtingu sjáv- arafurða verði hraðað, og að hvorki verði spöruð fyrir- höfn né fé, til þess að afla afurðum þessa iðnaðar mark- aðar. Þetta er þá önnur tegund af innlendum iðnaði: iðn- aður, sem grundvallaður er á náttúruauðlindum lands- ins og tengdur er höfuðatvinnuvegunum, sem fyrir eru. En á þessum sviðum bíða stórkostleg verkefni. Við þessum iðnaði getur verkalýðurinn sagt já, án þess að hika. Og það er þessi iðnaður, sem fyrst og fremst á að greiða úr atvinnuleysinun. En það koma fleiri tegundir til greina en þessar. Þriðja tegundin af innlenda iðnaðinum er enn þá órædd, en það er sá iðn- aður, sem nauðsynlegt er að flytja inn í landið, til þess 11

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.