Réttur


Réttur - 01.03.1939, Page 13

Réttur - 01.03.1939, Page 13
styðja og styrkja þær af alefli. Fyrst og fremst þarf ríkið að sjá fyrir nægilegu fjármagni til framkvæmd- anna, svo að hægt sé að gera allt þannig úr garði frá upphafi, að þessi iðnaður geti orðið svo árangursríkur, að hann þurfi ekki að verða baggi á þjóðinni. Enn- fremur ætti að vera hægt að gera framleiðsluna ár- angursbetri, þar sem um fá fyrirtæki er að ræða — og stór, a. m. k. á íslenzkan mælikvarða. En í neyzluvöru- iðnaðinum, sem rætt er um hér að framan, eru fyrir- tækin tiltölulega mörg, og framleiðslan oft rekin með handverksfyrirkomulagi. Hliðstætt fyrirtæki þeim, sem ég hér hefi nefnt, þótt það sé nokkuð annars eðlis, er hitaveita fyrir Reykja- vík, sem nauðsynlegt er að hrinda í framkvæmd sem fyrst. Er samt ekki augljóst, að áhrif þessa framleiðslu- tækja- og byggingarefnaiðnaðar á lífskjör alþýðunnar verða þau sömu og tollverndaðrar framleiðslu innlends neyzluvöruiðnaðar? Verður ekki framleiðslan á fram- leiðslutækjunum dýrari innanlands — en ef þau væru flutt inn? Og versnar þá ekki að sama skapi aðstaða þeirra framleiðslugreina, sem framleiða fyrir erlendan markað ? í þessum spurningum er fólgið þýðingarmikið atriði. Hærra verð á lífsnauðsynjum verkalýðsins (t. d. vegna þess innlenda neyzluvöruiðnaðar, sem rætt er um að framan), hefir í för með sér hærri framleiðslukostnað fyrir framleiðslutækja- og byggingarefnaiðnaðinn, — að öðru jöfnu — ef lífskjör verkalýðsins eiga ekki að versna. Skilyrði þessara iðnaðargreina reka sig þá beinlínis á innlenda neyzluvöruiðnaðinn, sem hér er um að ræða. Ég hefi hér skipt innlenda iðnaðinum í þrennt, með til- liti til áhrifa hans á þj óðarbúskapinn og lífskjör al- þýðunnar. Og mér finnst áríðandi að sá innlendi iðnað- ur, sem hér rís upp, verði fyrst og fremst af tveim síð- ari tegundunum. 13

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.