Réttur


Réttur - 01.03.1939, Síða 14

Réttur - 01.03.1939, Síða 14
Innlendur iðnaður með erlendum hráefnum hefir samt nokkur skilyrði, eihs og eðlilegt er, um leið og mark- aðurinn skapast innan lands (aukin vöruframleiðsla„ breyting einföldu vöruframleiðslunnar í auðvaldsvöru- framleiðslu o. s. frv.). Hann var farinn að rísa hér upp, löngu fyrir daga gjaldeyrishamla og innflutningshafta, og gekk sæmilega — oft ágætlega. En þótt skilyrðin séu góð í vissum tilfellum, og búast megi við bví, að þessi iðnaður þróist áfram með eðlilegum hætti, þá er ekki um þá hlið hans að ræða í umræðunum um hann í dag. Hann; hefir verið boðaður sem úrlausnin, hann hefir verið náðarboðskapurinn. Með þessu er samt engan veginn sagt, að leggja skuli niður þann innlenda iðnað af þessu tagi, sem íúsið hefir hér upp í skjóli influtningshafta og gjaldeyrishamla. Síður en svo. En það þarf að vinna að því að koma hon- um á heilbrigðari grundvöll, t. d. tæknilega og skipu- lagslega. Það verður að leggja áherzlu á, að veg- urinn til viðreisnar liggur ekki í þessa átt. Þessi inn- lendi iðnaður, sem hér um ræðir, er ekki mögulegur seni pólitísk stefnuskrá í dag. En er þá raunverulega nokkur munur á innlendum neyzluvöruiðnaði, sem notar innflutt hráefni, og frani- leiðslutækjaiðnaði, sem kemst ekki heldur af án er- lendra hráefna? Ég hefi þegar minnst á þann mun, sem er frá sjónarmiði virkrar stefnu í atvinnumálunum. Hér er að sjálfsögðu ekki að ræða um framleiðslu á verzlunarskipum, togurum eða vélum (ef til vill kemur þó mótorsmíði til greina). Við verðum aldrei óháðir um- heiminum með þessa hluti. Það er þýðingarmikil stað- reynd, sem við verðum að horfast í augu við. Komi til langvarandi styrjalda í nálægum löndum, mun það ó- hjákvæmilega baka okkur margvísleg vandræði. En ósennilegt er, að okkur verði allar bjargir bannaðar með að fá það, sem okkur er allra nauðsynlegast. Hern- aðarþjóðirnar þurfa á þeim afurðum að halda, sem við framleiðum. Og ósennilegt er, að við getum ekki ein- 14

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.