Réttur


Réttur - 01.03.1939, Page 19

Réttur - 01.03.1939, Page 19
w ríkjanna, og verður hún ekki fengin annars staðar betri en í eft- irfarandi ræðukafla, er Jósep Stalín flutti á 18. þingi Kommún- istaflokks Sovétríkjanna, 10. marz s. 1. Er það fyrsti hlutinn af skýrslu miðstjórnar flokksins um timabilið 1934 til 1939. Því miður hafa íslendingar ekki átt kost á að kynnast þessari stórmerku ræðu nema á erlendum málum. Ríkisútvarpið, sem lætur lesa upp og dreifa til blaða 5—6 vél- rituðum örkum með sefasýkisræðum fasistisku einræðisherranna, rétt minnist á það, er alþýðuleiðtogar Sovétríkjanna flytja ræð- ur, er marka tímamót í sögunni. Ein slík ræða er tvimælalaust ræða Stalins á 18. flokksþinginu, skýrsla hans um timabilið, er Sovétríkin verða að voldugu stór- veldi, skýrslan um hina glæsilegu sigra alþýðunnar við fram- kvæmd annarrar 5-ára-áætlunarinnar, skýrsían um hin risavöxnu stórvirki þriðju áætlunarinnar, skýrslan um sigurför sovétþjóð- anna undir fána sósialismans. (Þýð.). Alþjóöleg afstaða Sovétríkjanna. Félagar! Frá 17. flokksþinginu eru liðin fimm ár, — það er talsvert langur tími. Á þessum árum hefir heim- urinn tekið miklum breytingum. Ríki og lönd og sam- bönd þeirra eru í mörgu orðin öðru vísi en fyrr. Hverjar eru þá breytingar þær, sem orðið hafa á á- standi heimsins og sambúð ríkja þenna tíma? í hverju hefir aðstaða lands vors út á við breytzt og ástandið heima fyrir? Árabil þetta var tími alvarlegra vandræða fyrir auð- valdslöndin, bæði í atvinnulífi og á stjórnmálasviðinu, það hefst með stöðnun á atvinnulífi, og þegar kemur fram á síðari hluta ársins 1937, verður atvinnukreppa að nýju, iðnaði Bandaríkjanna, Englands og Frakk- lands fer að hraka. Þetta er líka tími, nýrra örðugleika í atvinnumálum. Á stjórnmálasviðinu var þetta árabil tími mikilla átaka og alvarlegra. Á annað ár hefir geis- að ný stórveldastyrjöld, allt frá Shanghaii til Gíbraltar, og nær því til 500 milljóna manna. Landabréfi Evrópu, Afríku og Asíu er breytt með ofbeldi. Skipulagið, sem friðartímabil eftirstríðsáranna hvíldi á, er að liðast sundur. 19

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.