Réttur


Réttur - 01.03.1939, Page 20

Réttur - 01.03.1939, Page 20
í Sovétríkjunum var þetta árabil aftur á móti tími vaxtar og blómgunar, tími vaxandi styrkleika stjórnar og hers, — tími, sem ber svip af baráttu Sovétríkjanna fyrir viðhaldi friðar í heiminum. Þetta er myndin í stórum dráttum. Látum oss nú athuga nánar helztu breytinguna í al- þjóðamálum. 1. Ný atvinnukreppa í auðvaldslöndunum. Harðnandi barátta um sölumarkaði, hráefnalindir og nýskiptingu heimsins. Atvinnukreppan, sem hófst í auðvaldslöndunum síðari hluta árs 1929, stóð til ársloka 1933. Þá tók við stöðnun- artímabil, og upp úr því verður nokkur bati í iðnaðinum, iðnaðarframleiðslan vex nokkuð. En ekki varð þó úr þess- um bata nein velgengni eins og venja er til, er atvinnu- lífið nær sér eftir stöðnunartímabil. 1 þess stað hófst ný atvinnukreppa síðara hluta ársins 1937, og náði hún einkum tökum á Bandaríkjunum, en einnig Englandi, Frakklandi og allmörgum löndum öðrum. Auðvaldslönd- in lentu þannig í nýrri atvinnukreppu áður en þau höfðu náð sér eftir áföll hinnar fyrri. Þessi atburðarás hlaut að leiða til aukningar atvinnu- leysis. Á árunum 1933 til 1937 fækkaði atvinnuleys- ingjum í auðvaldslöndunum úr 30 milljónum í 14 millj- ónir, en fjölgaði vegna nýju kreppunnar upp í 18 millj- ónir. Nýja kreppan er um margt frábrugðin kreppunni næst á undan, og breytingin er ekki til batnaðar, held- ur til hins verra. Nýja kreppan kom ekki í kjölfar velgengni í iðnaði, eins og kreppan 1929, heldur var undanfari hennar stöðnun og nokkur bati, sem þó varð ekki að velgengni. Af því leiðir að þessi kreppa verður erfiðari og verri viðureignar en hin næsta á undan. Auk þess verður yfirstandandi kreppa ekki á friðar- tíma, heldur samtímis því að Japan, er háð hefir styrj- 20

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.