Réttur


Réttur - 01.03.1939, Page 26

Réttur - 01.03.1939, Page 26
Það er sérkennandi dráttur í svip hinnar nýju stór- veldastyrjaldar, að hún er ekki enn orðin almenn styrj- öld, heimsstyrjöld. Árásarríkin heyja stríð, sem bein- línis skerða hagsmuni friðsömu ríkjanna, fyrst og fremst Englands, Frakklands og Bandaríkjanna, en þau láta alltaf undan og gefa eina ívilnunlna eftir aðra. Þannig sjáum vér nýskiptingu heimsins gerast, ný- skiptingu áhrifasvæðanna á kostnað friðsömu ríkjanna, án þess að þau ríki reyni á nokkurn hátt að hindra skiptinguna, veita henni meira að segja einskonar sam- þykki. Hverjar mundu orsakir þessa einhliða og einkenni- lega eðlis hinnar nýju stórveldastyrjaldar? Hvernig má það vera, að friðsömu ríkin, eins voldug og þau eru, láta svo fúslega vígi sín falla á vald frið- rofunum og afneita skuldbindingum sínum þeim til geðs? Verður þetta skýrt með veikleika friðsömu ríkjanna. Nei, enganveginn. Hin friðsömu lýðræðisríki eru til samans áreiðanlega sterkari en fasistaríkin, bæði þjóð- hagslega og hernaðarlega. Hvernig ber þá að skilja hina sífelldu undanlátssemi þeirra við árásarríkin? Það væri til dæmis1 hægt að skýra hana sem ótta við byltingu, er kynni að brjótast út, ef farið væri í stríð og stríðið yrði að heimsstyrjöld. Stjórnmálamenn borgar- anna muna, að upp úr fyrstu stórveldastyrjöldinni sigr- aði byltingin í einu stærsta ríki heimsins. Þeir óttast að upp úr nýrri heimsstyrjöld sigri byltingin í einu landi eða fleiri. En sem stendur er þetta ekki eina ástæðan og ekki einu sinni aðalástæðan. Aðalástæðan er sú, að flest frið- sömu ríkin, með England og Frakkland í fararbroddi, hafa horfið frá stefnu sameiginlegs öryggis, stefnu sameiginlegra varna gegn árásarríkjunum, og tekið af- stöðu hluttekningarleysis, afstöðu hlutleysis. 26

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.