Réttur


Réttur - 01.03.1939, Síða 28

Réttur - 01.03.1939, Síða 28
upplausn", „uppreisnir“ séu í Sovétríkjunum! Þetta átti að örva Þjóðverja til áframhaldandi austursóknar, þeim lofað auðveldu herfangi og talin trú um að allt fari vel, bara ef þeir byrji styrjöld við bolsévíkana. Því verð- ur ekki neitað, að þetta er engu líkara en örvun, hvatn- ingu til friðarrofanna. Gott dæmi um þetta sama eru lætin í enskum, frönskum og norðuramerískum blöðum um Úkraínu. Ritarar þessara blaða öskruðu sig hása á því, að Þjóð- verjar væru að sækja fram til Sovét-Úkraínu, hefðu þeg- ar náð yfirráðum á svonefndri Karpato-Úkraínu, er teldi 700 þúsund íbúa, og mundu sameina Sovét-Úkra- ínu með sínar 30 miljónir manna þessu landi í síðasta lagi í vor. Það gæti virzt svo, að þessi grunsamlegu læti ættu að egna Sovétríkin gegn Þýzkalandi, eitra and- rúmsloftið og ögra til styrjaldar við Þýzkaland, án þess að raunveruleg ástæða væri fyrir hendi. Það má hins vegar vel vera, að til séu í Þýzkalandi þau fífl, er láta sig dreyma um sameiningu fíls og flugu, látal sig dreyma um að sameina Sovét-Úkraínu hinni svonefndu Karpato-Úkraínu. En séu til í reynd svo brjálaðir menn, þá verið viss um að í landi voru er nóg af spennitreyjum til þess að gera þá skaðlausa. (Lófa- tak). En sleppum fíflunum og snúum oss að heilbrigðu fólki. Er það ekki auðskilið, hve hlægilegt og heimsku- legt allt tal um að sameina Sovét-Úkraínu hinni svo- nefndu Karpato-Úkraínu er? Hugsið yður: Flugan kom til fílsins og sagði valdsmannslega: „Þú þarna, bróðir, ég sárvorkenni þér, að þú skulir vera landherralaus, enga auðkarla hafa, enga þjóðakúgun, enga fasistavaldhafa, — hvaða líf er það?1' Fyrir þig er sú ein bjargarvon, að taka saman við mig“. (Almennur hlátur). „Látum svo vera, ég gef þér til leyfis að bæta jarðarskika þín- um við hið víðáttumikla landflæmi mitt“. (Almennur hlátur og lófatak). Enn greinilegri er þó sú staðreynd, að vissir stjórn- málagarpar og blaðamenn í Vestur-Evrópu og Ameríku, / 28

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.