Réttur


Réttur - 01.03.1939, Síða 49

Réttur - 01.03.1939, Síða 49
<sr svo frjálslyndir í allri sinni afstöðu til þjóðmálanna, ;að þeir eru fúsir til þess, hvenær sem er, að kynna sér ;sjónarmið okkar, þegar þeim gefast ástæður til, leið- rétta skoðanir sínar á okkar stefnu og endurskoða af- stöðu sína til félagsmálanna og taka á hverjum tíma þann kostinn, er þeim virðist sannastur reynast og í beztu samræmi við þær menningarhugsjónir, er þeir bera í brjósti. Þetta leggur okkur þær skyldur á herð- ar, er við ekki megum bregðast. Við verðum að viður- kenna, að okkur hefir á margan hátt mistekist að ná til þess fólks, sem við eigum þó að hafa skilyrði til að láta skilja okkur, — við höfum haldið okkur of fjarri fólkinu með margt af því þýðingarmesta, sem við höf- um látið frá okkur fara til að kynna fyrir því grund- vallaratriðin í lífsskoðunum okkar. Við höfum þýtt sí- gildar fræðibækur, í stað þess að skrifa sjálfir um þessi efni út frá okkar eigin þjóðlífi og ástandi þess á hverri líðandi stundu. Boðskapur hefir allt of mikið fallið í tvær kvíslar, annars vegar meðferð dægurmál- :anna, hið daglega stjórnmálaþref, þar sem skort hefir á liina fræðilegu yfirsýn, hins vegar strangfræðilegar bókmenntir, þar sem skort hefir lifandi samband við hin daglegu mál, sem fóllcið ber fyrir brjósti. Þegar við tölum í ró og næði við hinn greinda og athugula al- þýðumann, þá finnum við bezt, að þessar tvær kvíslar verða að falla saman, til þess að fólkið geti skilið það >enn betur, að sósíalismrnn er þeirra mál, hagsmuna- lega jafnt og menningarlega, er lausn á þeim viðfangs- efnum, sem það hefir við að stríða, er uppfylling þeirra tðska, sem það elur i brjósti. 49

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.