Réttur


Réttur - 01.03.1939, Síða 52

Réttur - 01.03.1939, Síða 52
ákvað hann samstundis að leggja í gönguför með syni sína. Þessi ákvörðun var gerð í hefndarskyni gegn blygðunarleysi kunningja hans. Því að hefði þessi at- hugasemd hans liðið hjá án frekari viðbótar, myndi Jósep Benedek aldrei hafa til hugar komið að umhverfa hinu fræðilega inntaki hennar í verknað. En nú var svona komið, hann staðinn upp frá borðum, settist ekki á nýjan leik, rétti smápeninga að yfirþjóninum, sem var eitthvað að slangra í kringum borðið, kastaði „sæl- ir“ út yfir allan kunningjahópinn í senn, ekki örgrannt um þykkju, og fór út úr veitingastofunni. Jósep Benedek bjó rétt við veitingastaðinn, og var því kominn heim að vörmu spori. Eldri sonur hans sat að lestri við stofuborðið, hann stundaði nám við verzl- unarskólann. Bandi, átta ára að aldri, lék sér við hund- inn inni í barnaherberginu. Alec, sagði Benedek um leið og hann sté inn yfir borðstofuþröskuldinn, við erum að fara út að ganga; segðu Bandi til, og farðu í. Alec leit upp nærsýnn og deplaði augunum, gerði sig líklegan til ósamþykkis, benti á bækur sínar og blöð. Gerir ekkert til, sagði Josep Benedek góðlátlega. Yeðrið er prýðielgt, við verðum að nota okkur það. Þið hafið ekki svo oft tækifæri til að vera með pabba ykkar. Og það var hverju orði sannara. Josep Benedek var a,lltaf önnum kafinn í skrifstofu verksmiðjunnar. Hann hafði brotið sér braut alla leið að föstu sæti við sérskrif- borð í reikningsdeildinni með þrálátri seiglu og án nokk- urra áhrifa, sem gætu létt honum leið — á stríðstímum, í efitrstríðsöngþveiti, á batatíma, í kreppu. Josep Bene- dek hafði frekar haft lánið með sér, eytt æfinni við skrif- borð í margskonar breytingum og hækkun í sessi. Nú var hann þangað kominn, að hann gat sagt: „Rík erum við ekki, en við komumst vel af“. Hann hefði gjarnan bætt við „lof sé guð“, en hann fyrirvarð sig fyrir að segja það, af því að hann heyrði svo margt um fátæk- lingana, sem ekki kæmust vel af. Josep Benedek sat dag- 52

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.