Réttur


Réttur - 01.03.1939, Page 56

Réttur - 01.03.1939, Page 56
aði sér út í fordyrið til konunnar, sem gætti dyra og” selt hafði honum myndskrána. Afsakið, sagði hann og hneigði sig; má ég spyrja af hverjum nr. 32 er, ef þér kynnuð að vita það? Ég veit það ekki, svaraði konan. Stendur það ekki í myndskránni ? Nei, það er nú einmitt það, sagði Jósep Benedek. Það stendur ekki í myndaskránni. Og mér þætti gaman að vita það. Hafið þér áhuga á myndinni, herra, sagði konan. Ég: sá listamanninn rétt áðan. Sjáið, þarna, herra minn. Þetta er hann, sem stendur þarna í horninu. Hann mun með ánægju gefa yður þær upplýsingar, sem þér óskið. Jósep Benedek skundaði þangað, sam honum var til vísað, og nam staðar frammi fyrir manninum. Ég bið yður að afsaka, herra minn. Nafn mitt er Benedek. Ef ég geri ónæði, þá. ... Ég hefi áhuga fyrir mynd nr. 32, sagði hann hálfhikandi. Mynduð þér vilja, segja mér af hverjum hún er? Listamaðurinn leit stuttlega á Jósep Benedek. Af kunningja mínum, sagði hann með sneggju og- fúll. Einmitt, sagði Jósep Benedek með lotningarhreim. Einræðisherrann er vinur yður. Ljómandi! Leyfið mér að spyrja hver hann er? Baliant leit að nýju á Jósep Benedek. Augnaráðið bar þess vott, að honum var ekki ljóst, hversu — látum oss segja hversu mikilvægur áhugi þessa manns kynni að verða. Að minnsta kosti varð röddin vingjarnlegri en áður. Eini'æðisherrann ? sagði hann hugsandi. Hann var mik- ill maður. Frekar óheppinn, þótt ... eða segjum heldur ógæfusamur, en mikilmenni. Nafnið, sem hann gekk undir almennt, var ... jæja, það er bezt að nefna það ekki, einn góðan veðurdag verður það sögufrægt nafn. Þegar ég kynntist honum í Suður-Ameríku og málaði. myndina af honum fyrir eitthvað fimm eða sex árumw 56

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.