Réttur


Réttur - 01.03.1939, Síða 57

Réttur - 01.03.1939, Síða 57
hét hann réttu nafni Alfonso Miguel de Cantos. Við hitt- umst í Buenos Aires í listamannahópi. Þaðan fór hann einmitt aftur heim til föðurlands síns til þess að brjóta á bak aftur byltinguna og taka völd. Og honum heppn- aðist það að minnsta kosti um skeið. Heppnaðist er reyndar ekki alveg rétta orðið, leikurinn var blóðugur, og við biðum daglega nýrra fregna í Buenos Aires. Og svo.... það hlýtur að hafa komið eitthver babb í bát- inn — hann klikkaði, ef svo mætti segja. Auk þess varð hann fyrir árás, það var sprengja, ef ég man rétt. Séu fregnirnar, sem ég hef fengið, réttar, er hann, sem stendur, kominn til Buenos Aires aftur og kemur nú fótum undir nýja hreyfingu. Hitt veit ég með vissu, að hans tími mun koma. Hann var ófyrirleitinn, einbeittur og harðvítugur, blóðugur til axla, gæti maður sagt. Hann var laus við þessa evrópisku deiglu og tilslökun. Mikill maður, hann. Honum mistókst í fyrsta skipti, en honum tekst það næst. — Hann leit til myndarinnar og svo jafnskjótt af henni á Josep Benedek. Þér virðist h'kjast honum dálítið, bætti hann við, fjörlega. Yfir- skeggið og hér, þessi hluti ennisins, og hann benti á andlit Josep Benedeks. Hafið þér hug á myndinni, lauk hann máli sínu, eins og það væri hver annar sjálfsagð- ur hlutur. Því miður, sagði Josep Benedek, það er að segja, mér þætti mjög gaman, ef f járhagsástæður mínar . . . en ... 0, sagði listamaðurinn. Andartaks þögn, síðan: Fyrir hvaða verð mynduð þér hafa hug á henni — snögglega og talaði lágum rómi. Því miður, sagði Josep Benedek aftur. Því miður, með hliðsjón að hinu skrásetta verði myndi ég ekki dirfast að bjóða yður neina upphæð, jafnvel þótt ég hefði efni á að ... O! sagði Baliant, o! sælir. Hann þokaði sér lítið eitt frá. Svo varpaði hann hátt kveðju á einhvern, kastaði „afsakið“ í átt til Josep Benedeks í hirðuleysi og snéri sér að hinum nýkomna. 57

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.