Réttur


Réttur - 01.03.1939, Side 59

Réttur - 01.03.1939, Side 59
veizt að ég vil ekki að þú drattist svona og dragir á eftir þér lappirnar. Áfram! Einn, tveir, þrír — berðu þig karlmannlega, strákur. Alec hafði enga hugmynd um hvað faðir hans vildi eða vildi ekki í þessum efnum, af því að slíkt hafði aldrei borið á góma áður, en hvað um það, hann „komst úr sporunum“, einn, tveir, þrír, bar sig hermannlega. Skömmu seinna mættu þeir góðum kunningja á götu, ásamt konu hans og barni. Josep Benedek heilsaði há- vær „góðan daginn“ og potaði einum fingri í hattinn. Alec leit til föður síns steinhissa. Hvað var orðið af þessari breiðu, svifmiklu, látprúðu, vingjarnlegu hreyf- ingu sem jafnan fylgdi ofantekningum föður hans. Þeg- ar þeir mættu öðrum kunningja á leið, hrökkti Josep Benedek hendinni út í ofurlitla kveðjusveiflu. Svo löbb- uðu þeir þöglir hver við annars hlið, og innan skamms voru þeir komnir heim að húsdyrum. Josep Benedek hringdi bjöllunni af ákefð. Umsjónarmaðurinn staulað- ist í hægðum sínum upp úr kjallaraíbúðinni. Góðan daginn, herra Benedek, sagði hann. Daginn, sagði Josep Benedek stutt. Hvað er að, gamli maður? Hvers vegna gengur svona seint að opna? Áfram — í lyftuna! Jæja, drengir mínir, sagði frú Benedek og fagnaði þeim í dyrunum að íbúðinni. Skemmtileg gönguför, ha? Þótti þér gaman, Bandi minn, elskan? Já, anzaði Josep Benedek. En ég minni þig á, að ég vil ekki að þú kaupir hálfmána ofan í krakkann fyrir matmálstíma. Það eyðileggur matarlystina og venur hann á þess háttar óþarfa og óreglu. Hálfmána? spurði konan. Ég skil þig ekki. Hvers vegna ætti ég ekki að kaupa hálfmána, ef hann biður um þá? Og þessutan — hvernig stendur á, að þú ert að tala um hálfmána? Ég hef sagt það, sem ég hef sagt, anzaði Josep Bene- dek, án þess að vænta frekari áframhalds af þessum 59

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.