Réttur


Réttur - 01.03.1939, Side 60

Réttur - 01.03.1939, Side 60
umræðum. Ég vil fá matinn. Síðustu orðin hvinu í lofti eins og svipusmellur. Hvað gengur að þér, Josep? sagði frú Benedek í flaustri. Er eitthvað að? Hvað á þessi tónn að þýða? Ég skil þetta ekki — hvað kemur að þér? Hefur eitt- hvað komið fyrir? Eiginmaður hennar gekk rakleitt inn í svefnherbergi án þess að mæla orð frá vörum frekar. Frú Benedek leit til eldri sonar síns, steinilostin og spyrjandi. Alec drap titlinga að venju og yppti öxlum til að láta í ljósi, að hann botnaði ekkert í þessu. Bandi hallaði sér upp að borðstofuborðinu, stúrinn og sorgmædáur, nær grátú Vinnukonan bar inn súpuna þegar í stað. Josep Bene- dek kom inn aftur, önugur og fúll á svip, settist þegj- andi að borði. Á ég að ná í innijakkann þinn, Joi? spurði frú Bene- dek blíð. Nei, svaraði maður hennar stuttur í spuna. Svo bætti hann við í kalsa: Innijakkar eru sóðalegir. Nú varð frú Benedek enn meir forviða en áður, því að svo lengi sem hún gat munað, varð manni hennar fyrst fyrir, er hann kom heim, að losa sig við flibbann og smeygja sér í inni- jakkann. En nú . . . nú situr hann í sæti Joseps Bene- deks með harðan flibba, hnútfast bindi og í dökkbláum sparijakka. Og þvert ofan í venju jós hann súpunni á disk sinn, áður en kona hans hafði ráðrúm til að skammta honum. Þegar hann hafði svolgrað fyrstu skeiðinni, hvessti hann augun strangur á svip. Hvað er þetta, sagði hann. Hvers vegna er sápubragð að þessu ? Sú dauðskelfda kona, frú Benedek, dreypti á súpunni og leitaðist við að maldra í móinn. Josep Benedek hringdi borðbjöllunni. Kjötið! sagði hann við stúlkuna; hún horfði spyrjandi úr dyrunum og inn á borðið, og hann bætti við höst- 60

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.