Réttur


Réttur - 01.03.1939, Side 69

Réttur - 01.03.1939, Side 69
Þessar voru skoðanir áhrifablaða og stjórnarmál- gagna stórvelda Evrópu eftir friðinn í Miinchen. Mörgum mönnum er það enn hin mesta ráðgáta, hversu hin auðugu og voldugu vestrænu stórveldi, Eng- land og Frakkland, létu svínbeygjast fyrir hótunum Hitlers. Orsakanna er ekki fyrst og fremst að leita í ó- nógum vígbúnaði þessara þjóða, heldur og í undangeng- inni milliríkjapólitík þeirra og í þröngsýnum stéttarfor- dómum hinna pólitísku valdhafa. Alla stund síðan Japan hóf árás sína á Mandschúríu árið 1931 og fram 'til loka septembermánaðar 1938, hafa hin vestrænu stór- veldi ekki gert neinar tilraunir að marki til þess að hefta hina alþjóðlegu stigamensku ofbeldisríkjanna. Kína var fórnað, Abessinía var svikin um öll loforð og Spánn var ofurseldur svartliðum Mussolinis og vígvél- um Hitlers. Hitler var leyft að þverbrjóta Versalasamn- inginn, setja upp her í Rínarlöndunum, taka Austurríki herskildi — allt saman með þegjandi blessun Englands, fyrst og fremst, og Frakklands. Afleiðingin var Munchen — rökréttur hlekkur í langri keðju. Hin vest- rænu stórveldi hafa goldið mikið afhroð fyrir allar þess- ar aðgerðir. Hagsmunir þeirra hérna í Evrópu og úti í nýlendunum og áhrifasvæðum, hafa beðið hinn mesta hnekki. Stöðu þeirra sem stórvelda hefir verið teflt út í tvísýnu. Og þó hafa þau látið sér nægja að senda ráns- mönnum skrifleg mótmæli í stað þess að tala til þeirra því máli er ribbaldar nútímans, fasismi Ítalíu og Þýzkalands og herveldi Japans, virðast eingöngu skilja. Þessi tilhliðrunarsemi gagnvart yfirganginum er ein- stök í sögu Englands og Frakklands. Hún verður ein- göngu skilin út frá þeim þjóðfélagsöflum, sem marka alla stjórnmálastefnu vestrænu lýðræðisríkjanna. „Þjóð- stjórn“ Chamberlains í Englandi og samsteypustjórn Daladiers í Frakldandi hafa reynzt trúir fulltrúar aftur- haldssömustu og skammsýnustu hluta borgarastéttar- innar, sem hugsar eingöngu um þrengstu klíkuhags- 69

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.