Réttur - 01.05.1967, Page 2
A KROSSGÖTUM
AÐ LOKNUM KOSNINGUM
í hvert sinn, er alþýðan hefur háð orrustu
í sínu langa og harða stéttastriði, er henni
nauðsynlegt að mela aðstæður þær, sem orð-
ið hafa til að orrahríð lokinni og læra að öðru
leyti af því, er gerzt hefur. Þetta er einkar áríð-
andi nú, því þótt eigi yrði gerbreytingar á
styrkleikahlulföllum stjórnarflokka, þá eru þær
sem gerðust, svo táknrænar, að örlagaríkt er,
ef táknmál þeirra er ráðið rétt.
Þá verða og á vissan mála nokkur kynslóða-
og foringjaskipti með kosningum þessum. For-
menn hinna tveggja stóru fésýsluflokka, er
ýmist höfðu kljásl eða unnið saman i þrjá til
fjóra áratugi, Ólafur Thors og Hermann Jón-
asson, eru við kosningar þessa báðir horfnir af
sjónarsviði stjórnmálanna, hver á sinn hátt.
I
ÓHAPPAVERK
Ríkisstjórnin hefði átt að falla á verkum sín-
um — og hún hefði getað fallið á þeim, ef
rétt hefði verið á haldið. En hún hélt velli,
eigi fyrir eigin dáð, heldur fyrir óhappaverk,
er formaður Alþýðuhandalagsins, Hannibal
Valdimarsson, vann, er framboð voru ráðin.
Af þessu lilýzt, að stjórnarflokkarnir fara
með völd fyrst um sinn, eða þar lil sá kaldi
veruleiki, er þeir reyndu i kosningahríðinni
að fela fyrir kjósendum, kemur lil skjalanna,
kveður sér hljóðs með atvinnuleysi og versn-
andi lífskjörum, •— og örðugar efnahagsráð-
stafanir komast á dagskrá, sem eigi verður
vikið frá, en átökin hefjast hins vegar um,
hvort heint skuli gegn verzlunarvaldinu eða
gegn verkalýðnum.
Einar afleiðingar þessara kosninga er rétt
að leggja áherzlu á nú þegar.
Það er eflirtektarverð staðreynd, að verka-
lýðshreyfingin, sem þó gekk nú þríklofin til
kosninganna, kemur út með heildarstyrkleik,
er nemur 33.3%. En í kosningunum 1963 fóru
verkalýðsflokkarnir niður i 30.2%, en hæst
komust þeir samanlagt 1946 í 37.3%. Illut-
lægt séð hefur þvi sú hætta á tveggja flokka
kerfi fésýsluflokkanna, sem reis hátl 1963
og gerðar voru við gælur af Karli Kristjáns-
syni og Bjarna Benediktssyni í umtali um
einmenningskjördæmi, minnkað verulega —
ef verkalýðshreyfingin skilur hlutverk sitt á
stjórnmálasviðinu,
58