Réttur - 01.05.1967, Blaðsíða 29
„Er til ríkis kominn kannske
karlssonur úr garðshorninu."
spyr Stephan G. Stephansson i kvæðinu „Rols-
hevikki,“ er hann yrkir 1918 og enrlar svo:
,,Er hann heims úr böli boginn,
blóðugur að' rísa og liækka,
múginn vorn að máttkva, stækka?
Sannleiksvotlur, Ivtum loginn!
Ljós, sem fyrir hundrað árum
Frakkar slökktu í sínum sárum?
Lítilmagnans morgunroði?
Fót-troðinna friðarboði?“
„Mesti maðurinn meðal íslenzkra skálda,“
eins og Sigurður Nordal prófessor segir um
Stephan G., tók hiklaust afstöðu með livltingu
alþýðunnar. Lessi skáldjöfur Islendinga, sem
þrælaði sem bóndi á jörð sinni á daginn og
orti sínar „Andvökur“ á nóttunni, hafði og
fyrstur íslenzkra sósíalista gert upp sakirnar,
er sósíaldemókratar gáfust upp fyrir þjóð-
rembingi auðmannastétta og léðu sig til þess
að fórna verkalýð landa sinna á vígvöllum
heimsvaldastríðsins 1914—1918. í „Vopna-
hlé“ 1915 hafði hann lýst sorgarleik þessa
verkalýðs og minnzt jieirra Karls Liebknechts,
Jean Jaures og Keir Hardie, er hugrekki höfðu
haft til að rísa gegn styrjaldarfárinu eins og
rússnesku bolsévikkarnir.
Endurhljómur hinnar sigursælu sósíalistísku
byllingar I Rússlandi verður æ slerkari meðal
íslendinga. í „Alþýðublaðinu" í Reykjavik
og „Voröld“ í Winnipeg fer samúðin með
bolsévikkum sívaxandi á árinu 1919.
Sumarið 1920 sækja í fyrsta sinn íslenzkir
fulltrúar þing kommúnistískra heimssamtaka
í Moskvu. Brynjólfur Bjarnason og Hendrik
Ottósson, ungir stúdentar þá, sitja heimsþing
Alþjóðasambands ungra kommúnista.
Vorið 1921 kemur út bókin „Byltingin í
Rússlandi“ eflir Stefán Pétursson, einnig ung-
an slúdenl. Aðdragandi byltingarinnar er rak-
inn í 150 blaðsíðna bók. eins og koslur er, með
þeim heimildum, er þá voru fyrir hendi, og
boðskapur bolsévismans boðaður með þeim
eldmóði, er einkenndi fylgjendur byltingarinn-
ar og sósíalismans. Bókinni lauk með þessum
orðum um „kommúnistana — herskara nýja
tímans“: „Þeir berjast fyrir háleitri hugsjón,
sem fyllir þá guðmóði. Eramtíðartakmarkið
er, eins og Bucharin segir, ,,að gjöra enda á
allan þrældóm og alla kúgun, sem til er á
jörðinni“.“
Rit byltingarleiðtoganna rússnesku taka að
berasl til Islands á Norðurlandamálunum, les-
in með áfergju af ungum slúdentum og verka-
mönnum. Meðal þeirra, er vinsælust voru á
þessum árum, voru: „Stafróf kommúnismans“
(Kommunismens ABC) eftir Bucharin og Pre-
obrashenski, — „Stefnuskrá kommúnistanna“
eftir Bucharin, og „Þróun sósíalismans frá
vísindum til framkvæmda“ eftir Karl Radek,
sem lýkur bókinni með svohljóðandi tíma-
setningu, táknrænni fyrir eldmóð augnabliks-
ins: „Moskvu, í september 1918, þegar Lenin,
hjarta og heili heimsbyltingarinnar, barðist
við dauðann og sigraði.“
Oldurnar rísa hærra og hærra, og það tekur
að skerast æ meir í odda, einmitt vegna tengsl-
anna við rússnesku byltinguna.
Sumarið 1921 fara þeir Arsæll Sigurðsson
slúdent og Ölafur Friðriksson, þá ritstjóri Al-
þýðublaðsins, brautryðjandi fyrir sósíalistíska
verkalýðsbreyfingu og þá valdamesti maður
Alþýðuflokksins, sem fulltrúar á 3. þing Al-
þjóðasambands kommúnista. Ólafur kom heim
um haustið með ungan rússneskan dreng,
Nathan Friedmann, son kommúnistaleiðtoga
í Voronesj, sem hvítliðar höfðu drepið. Ut af
þeim dreng hlauzt „hvíta stríðið“ svokallaða
í nóvember 1921, átök, sem leiddu til þess, að
afturhaldið á íslandi vopnaði í fyrsta sinn
hvítliðahóp til þess að taka Ólaf Friðriksson
og fleiti höndum og settu þá í fangelsi, en
drengurinn var fluttur úr landi. En innan sós-
íalistísku verkalýðshreyfingarinnar kom í
þessu tilefni til fyrstu alvarlegu átakanna milli
hægri og vinstri armsins.
Þannig voru áh'rif rússnesku byltingarinnar
85