Réttur


Réttur - 01.05.1967, Blaðsíða 17

Réttur - 01.05.1967, Blaðsíða 17
Nokkrir gestanna litu upp um leið og ]>au komu inn. Fæstir veittu þeim nokkra athygli og sneru sér brátt aftur að samræðum við þá er næstir þeim sátu eða sökktu sér á ný niður í dagblöð og tímarit. I einu horninu sátu fjórir menn kring uin borð og spiluðu bridge. Einhver greip tækifærlð þegar stúlkan birtist til að panta í snatri tvær flöskur af sódavatni. Meðan stúlkan sinnti pöntuninni litaðist hinn ungi ferðamaður um í salnum. Nálægt hon- um sat piltur á hans reki með mikið kolsvart hár, sem gljáði af hárfeiti, og í fanginu hélt liann á gítar. Liklega var þetta sá sem lék und- ir söngnum, sem hann hafði heyrt fyrir skömmu. En nú var hann hættur að spila og þess í stað glumdi dansmúsík frá stóru út- varpi, sem stóð uppi við vegg. Gítarleikarinn sat þarna á tali við tvær ungar slúlkur, ferða- klæddar, og sagði þeim frá ferðalagi, sem liann hafði tekizt á hendur fyrir skömmu. I’ar hafði heldur en ekki verið glatt á hjalla og þau virtust öll skemmta sér með prýði. í stórum leðurklæddum sófa gegnl honum sat miðaldra maður, fremur lágvaxinn og grannur, með silfurhvítt hár, vandlega greilt og skipti í vinstri vanga. Andlitið var sól- hrúnt og gljáði í skimunni frá arineldinum, sem hrann glatt með lágu snarki. Lað var hann sem hafði pantað sódavatnið. Við hlið hans sat ung kona, með sítt gullið hár, sem huldi andlitið að hálfu. Hún hlustaði þegjandi á sessunaut sinn og hló öðru hverju stuttum hvellum hlátri. Ilún greip hendinni fyrir munn- inn þegar hún hló. Hún var i stuttum veiði- mannastakki og létitum léreftsbuxum, sem féllu þétt að blómlegum lendum hennar. A horði fyrir framan þau stóðu tvö glös og hvít vatns- kanna. Sessunautur stúlkunnar, sem var öllu sett- legar búinn, í brúnum sportjakka og mol- skinnsvesti vakti alhygli piltsins. Hann hló ekki oft en hrosti öðru hverju og virlist stund- um vera að hugsa um eitthvað annað en hann var að tala um. Andlitsdrættirnir baru merki um þreytu og jafnvel leiða. Stundum þagði hann alveg og horfði aðeins fram fyrir sig og nú tók pilturinn eftir að hann var lotinn í herðum. En svo áttaði hann sig aftur, greip leðurklædda flösku úr vasa sínum og bauð stúlkunni í glasið hennar, með riddaralegum tilhurðum. Hún hrosti þakklátlega og studdi við hönd hans þegar hann skenkti, því hún vildi ekki nema lítið í einu. Sjálfur drakk hann ósleitilega og virtist litlu skipta hve mikið fór í glasið hverju sinni. Frammistöðustúlkan kom nú með sódavatnið og skeytti engu vasaflösk- unni, sem stóð á horðinu. Þeir tveir stóðu kyrrir og fylgdust með því sem fram fór. Bílstjórinn greip hvert tækifæri sem gafst til að horfa framan í stúlkuna, sem ekki gat stillt sig um að senda honum reiði- legt augnatillit öðru hverju. Þegar hún hafði tekið við greiðslunni héldu þau af stað á ný. Þau gengu upp hreiðan stiga og komu upp i langan myrkan gang á hæðinni fyrir ofan. Báðum megin voru dyr gestaherhergjanna og daufa skímu lagði viðast hvar út um skráar- götin. Ur stöku herbergi heyrðist ómur af mannamáli. „Þessa leið,“ sagði stúlkan og þau gengu að herhergi við enda gangsins. Hún opnaði og gekk inn fyrir. Tveir eldri menn, sem þar voru fvrir í rúmum sínum risu báðir upp við do"". DD „Við höldum svo áfram á morgun,“ sagði bílstjórinn og sneri sér að piltinum. „Eg er húinn að sjá til þess að við verðum vaktir.“ Eftir að hafa sýzlað nokkra stund fyrir inn- an kom stúlkan út, ýtti hílstjóranum orðalaust inn og lokaði síðan eins snúðuglega og hún þorði, án þess að eiga á hættu að vekja alla í húsinu. Sem snöggvast voru dyrnar opnað- ar aftur og höfuð bílstjórans hirtist í gætt- inni. „Þú kemur svo Metta og talar við mig,“ sagði hann hlíðmáll og lokaði á ný, um leið og stúlkan sendi honum nokkur vel valin ó- kvæðisorð aftur yfir öxl sér. „Við skulum koma,“ sagði hún við piltinn og lét hringla í lyklakippunni í vasa sínum. Hún gekk hratt 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.