Réttur


Réttur - 01.05.1967, Blaðsíða 18

Réttur - 01.05.1967, Blaðsíða 18
spölkorn frá dyrunum en slanzaði ]>á snögg- lega. ..Hvernig líkar þér við hann?“ spurði hún og það var eftirvæntingarglampi í augunum. „Hvern ])á?“ „Nú, hann Gauja, auðvitað. Komstu ekki með honum hingað?“ „Jú, — ég held að hann sé ágætur. Hann er að minnsla kosti finn hílstjóri.“ Stúlkan hló. „Eg meina það ekki. Finnst ]>ér hann ekki ófyrirgefanlega vitlaus. Hann skal alltaf láta eins og fífl. Og samt . . . .“ Hún ])agnaði og varð afar einkennileg á svipinn. Pilturinn sagði ekkert og heið eftir að hún héldi áfram. En þess í stað skaul hún á hann spurningu, sem kom yfir hann eins og vaska- fat af köldu vatni. „Ertu kannski úr sveil?“ Auðvitað lá heint við að svara þessari spurn- ingu játandi. Hann var úr sveit, meira að segja i háðar ættir, og vissi ekki betur en forfeður hans hefðu verið sveitafólk alll frá landnámi. En án þess að vita ástæðuna sjálfur svaraði hann ekki strax. Eitthvað innra með honum knúði hann til að segja ekki sannleikann. Hann rétti úr sér og horfði sem snöggvast beint framan i stúlkuna. „Nei,“ sagði hann. „Eg er ekki úr sveit.“ „Nú, hvaðan ertu þá?“ Pegar hann eitt sinn var byrjaður að af- neita uppruna sínum reyndist honum auðvelt að halda áfram. Ifann svaraði umhugsunar- laust: „Frá Reykjavík. Einusinni átti ég heima á Akranesi." Petta síðara var nú ekki beinlínis nauðsynlegt en honum fannst það hljóma trú- legar þannig. Auk þess hafði hann einu sinni þekkt dreng sem átti heima á Akranesi. Stúlk- an gerði enga tilraun lil að rengja orð hans. „Fyrirgefðu,“ sagði hún. „Mér datl þetla bara í hug. Það eru svo margir úr sveit sem koma hér..“ Sennilega hélt hún að hann hefði móðgast og það gerði ekkerl til. Hún ætlaði að halda aflur af stað en hætti við og leit nið- ur fyrir sig. „Myndir þú trúa ]>ví. ef ég segði þér að ég væri svolítið skotin í honum?“ sagði hún. Nokkra stund varð honum orðfall. Hispurs- leysi stúlkunnar var honum algjörlega fram- andi. En svo gerði hann sér ljóst að trúnaður sá, sem honum var sýndur með þessu, byggð- ist eingöngu á því að hann var sunnlenzkur heimsmaður en ekki úr sveit. Slíks trúnaðar ætlaði hann að reynast verður. „Já, ætli ég trúi því bara ekki vel,“ sagði hann og brosti eins og slíkar spurningar hljóm- uðu daglega í eyrum hans. „Það þælti mér ekki svo einkennilegt.“ Stúlkan virti hann fyrir sér, eins og hún vissi ekki vel hvað hún æt'ti að segja. En svo rak hún upp hlátur og stikaði af stað inn gang- inn. „Svo þér finnst það, já,“ sagði hún. „Þá ætla ég að láta þig vita að ég er bara ekkerl skotin i þessum vitleysingi. Ekki agnarögn.“ Honum var ætlað herbergi i hinum enda gangsins. „Það er hérna strákur sem er við benzínafgreiðsluna,“ sagði hún. „Þú verður að vera með honum i herbergi, |>vi vertinn segir að allt annað sé upptekið.“ Hún barði bylmingshögg á dyrnar með olnboganum. „Orn,“ kallaði hún. Fyrst var þögn. En svo heyrðist einhver andvarpa fyrir innan eins og hann liði stórar þjáningar. „Já,“ var svarað syfjulegri röddu. ..Hvað erað?“ „Orn,“ byrjaði stúlkan. „Það er hérna strák- ur ... . “ „Einmitt. Þarftu að láta eins og þú sért að tryllast út af einum strák?“ „Hann á að sofa inni hjá þér.“ „Hjá mér! Ekki aldeilis. Sofðu hjá honum sjálf. Ætli þér veiti af.“ Stúlkan stokkroðnaði. „Góði hezti, Örn. Þólt þú sért nú algjört fifl. Vertinn sagði ])að sjálfur nú rétt áðan. Viltu að ég nái í hann?“ „0, góða snýttu þér.“ Það varð þögn. Tveir óvinaherir höfðu mætzt og háðir höfðu dregið upp gunnfána. Nú var aðeins eflir að velja úr evðileggingar- vopnunum. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.