Réttur - 01.05.1967, Blaðsíða 33
BYLTINGIN í GÍNEU
Nokkrir blaðamcnn fró tímaritinu W.M.R. óttu
nýlega tal við Sékou Touré, forseta Gineu og for-
mann Lýðræðisflokksins. Aður en forsetinn svaraði
spurningum þcirra gerði hann grein fyrir óstandinu
i Gineu á tíma nýlenduvaldsins, forsendunum fyrir
og nauðsyninni á stofnun Lýðræðisflokksins og hlut-
verki hans i stéttabaróttunni og þjóðlifinu almennt.
Einnig ræddi hann gerð hins nýja þjóðfélags, at-
vinnulíf og mcnningarmól, og að lokum viðhorf sin
til nokkurra þeirra móla, sem nú eru efst ó baugi i
heiminum. Er þessi inngangur allur hinn fróðlegasti,
en rúmsins vegna verður Réttur að sleppa honum.
Svör forsetans við spurningum blaðamannanna
birtast hér oll mikið stytt.
Hvað er helzt framundan ó hinni nýju leið Gíncu
ón kapítalisma?
Um tvær leiðir var að velja. Annars vegar yfir-
róð einkaauðmagnsins og arðrán alþýðunnar —
leið kapítalismans. Hin leiðin var að segja skilið
við kapitalismann. Við erum oft að þvi spurð hvort
sú leið liggi ekki til sósíalisma. Við svörum því að
hún sé viIjayfirlýsing um sósialisma. Sósialisminn er
ákveðið þróunarstig, sem kommúnisminn siðan
leysir af hólmi. Allar leiðir, sem hafna arðráni og
kúgun eru ekki kapítaliskar. Sósíalisminn er ein
þeirra, kommúnisminn önnur — eru sama eðlis.
Grundvöllurinn, sem byggt er á er hagsmunir al-
mennings, afnám hverskyns arðráns og firringar,
samfélagslegt réttlæti, öryggi og samræmd fram-
þróun manns og þjóðfélags. i þessu Ijósi skilgrein-
um við leið okkar — af sjónarhól áframhaldandi
sögulegra framfara . . .
Hin ekki-kapítaliska leið byggist á algerðu og
heilsteyptu lýðræði. Við tökum okkur sjaldan í
munn orðið sósíalismi, er þar öðruvísi farið en mörg-
um ríkisstjórnum í Afríku sem eru si og æ með það
á vörunum, en hafa ekkert gert til að koma á lýð-
ræði hjá sér eða beita sér fyrir framförum í þágu
almennings — þvert á móti hafa þær skapað kapí-
talismanum ákjósanlegri jarðveg en nokkru sinni
fyrr. Fjármálakerfi þeirra er á nýlendustigi, allir
bankar og framleiðslutæki i höndum kapítalista.
En fyrir gaspur þeirra um sósíalisma og yfirlýsingar
eru þeir margir, sem telja þessi ríki standa Gíneu
framar..........
Það er algeng skoðun að sósíalismi hæfi aðeins
háþróuðum iðnaðarlöndum — ekki-kapítaliska leið-
in vanþróuðum löndum. Að okkar áliti er sósíal-
ismi ekki bundinn við tækniþróunarstig, heldur gerð
stjórnarkerfis, skipulag efnahags- og þjóðlífs, for-
ustu alþýðunnar, samræmda og jafna þróun í
stjórnarfari, efnahags- og menningarmálum og sið-
ast en ekki sízt sósíaliskri hugsun......
Hvað segir þér um erlenda fjárfestingu i Gíneu?
Það er fyrst og fremst alþýðan í landinu, sem
gerir efnahagsþróunina að veruleika, en þar njót-
um við stuðnings vinsamlegra ríkja, sem láta okkur
i té nauðsynlega tækni- og efnahagsaðstoð. Hvort
heldur hún er ókeypis eða gegn greiðslu breytir
engu um það að ávextirnir verða eign alþýðunnar í
Gíneu.
Það er aðeins í nárnuiðnaðirum að við leyfum
ennþá erlenda fjárfestingu. bannlg er um alúmin-
verksmiðjurnar í Fría sem framleiða um 520 þús.
89