Réttur - 01.05.1967, Qupperneq 9
stigin og stóruin skakkaföllum og klofningum
verið afstýrt. En það er fyrst og fremst for-
sjá og sveigjanleiki stjórnar Sósialistaflokkí-
ins, sem forðað hefur frá ógæfu í þeim efnum
hingað til.
Svo má segja að um vist skeið hafi hin
vinstri sósialisliska hreyfing í Danmörku liafi
engu að tapa, en allt að vinna. En okkar hreyf-
ing á islandi hefur nú i aldarfjórðung liafl
miklu að tapa, mikið að verja — og þarf að
muna það og gæta þess í öllum sínum gerðum.
SAMFYLKINGIN
FRÁ 1954
Afturhaldið á Islandi og þeir menn, sem
því gerast andlega háðir, lýsa gjarnan stjórn
Sósíalistaflokksins sem harðsvíraðri klíku. er
með bolabrögðum brjóti allt undir sig til þess
að tryggja sér völd og metorð. Nú i kosninga-
hríðinni var og reynt að búa til slíka grýlu-
mynd.
Hverjar eru svo staðreyndirnar?
Við skulum rifja upp aðstæðurnar i sam-
starfi Sósialistaflokksins við Hannibal Valdi-
marsson um þingframboðin í Reykjavík frá
]iví það samstarf hófst á Alþýðusam-
bandsþingi 1954. Hingað til höfum við sósial-
istar ekki haft þær slaðreyndir á glámbekk, en
rélt er að birta þær nú, þegar aðstaða vor er
svo afflutt sem raun ber vilni. Mun þá sjást
hver metið hefur meira hug heildarinnar og
eininguna — og liver sett hefur fram óbil-
gjarnastar kröfurnar:
Á Alþýðusambandsþingi 1954 þegar sósial-
istar og vinstri Alþýðuflokksmenn undir for-
yslu Hannibals tóku höndum saman, mun eigi
vera fjarri að sósíalistar og fylgjendur þeirra
hafi hafl upp undir 140 fulltrúar, en að um 20
hafi fylgt Hannibal. Kjósa skyldi 9 menn í mið-
stjórn. Hannibal krafðist þess að fá að ráða
7 sætum, sósialistar skyldu fá Lvö. Það var
ósvífin krafa og heimskuleg, er slofnað gal
valdalöku vinstri manna í hæltu. ef eigi væri
hinn einlægasti agi í röðum sósialista. En þegar
engu varð um þokað í átt til sanngirni og
skynsemi, gekk stjórn Sósialistaflokksins að
þessari óbilgjörnu kröfu. til þess að koma sam-
slarfinu á. — og Alþýðusambandið vannst í
hendur vinstri manna með 161 atkvæði gegn
160. — Sveigjanleiki og festa sósialista tryggði
sigurinn.
lJegar lil framboðs kom í lleykjavík 1956,
eftir stofnun Alþýðubandalagsins, bauð Sósi-
alistaflokkurinn Hannibal Valdimarssyni eðli-
lega 2. sæti á listanum í Reykjavík,' en þrír
þingmenn höfðu venjulega tekið sæti á Alþingi
af þeim lista. stundum fjórir. Sósíalistaflokk-
urinn ætlaðist til þess að Eðvarð Sigurðs-
son, öruggasti og sterkasli foringi verklýðs-
hreyfingarinnar yrði í þriðja sæti. — Þá kom
hin óbilgjama krafa um að Alfreð Gíslason
yrði í 3. sæti. Enn einu sinni var eining sam-
fylkingarinnar í hættu. sakir kröfuhörku sam-
starfsmannanna. Sósíalistaflokkurinn bjarg-
aði enn einu sinni einingunni með sveigjan-
leik sínum — eða undanlátssemi, ef menn vilja
heldu orða það þannig.
Við framboð til þingkosninga í Reykjavík
vorið 1959 endurlók sama óbilgirnin sig. Var
þó viturlegast að Hannibal liefði ]iá farið á
Isafjörð, til að undirbúa framboð sitl i Vesl-
fjarðakjördæmi um haustið. Enn cinu sinni
var reynt lil hins ýtrasta á sveigjanleik Sósíal-
istaflokksins, — raunar var öllum aðiljum of-
boðið með þessum aðferðum. Einingunni
bjargaði Sósíalistaflokkurinn enn einu sinni.
Við framboð lil þingkosninga í Reykjavík
1963 hafði Sósíalistaflokkurinn enn sýnt mikla
tilhliðrunarsemi og skilning á nauðsyn víð-
feðma samfylkingar með þvi að tryggja Gils
Guðmundssyni, er þá gekk lil samstarfs við
Aljiýðubandalagið, efsta sæti i Reykjaneskjör-
dæmi. Ætlunin var svo að fjórða sætið í
Reykjavík, næst á eflir Einari. Alfreð og Eð-
varð, yrði skipað Magnúsi Kjartanssyni, skel-
eggasta málsvara verklvðs- og þjóðfrelsis-
65