Réttur - 01.05.1967, Side 11
andstæðingar lians og gagnrýnendur liafa oft
viðurkennt það.
Ognunin við einingu og tilveru Alþýðu-
bandaiagsins kom frá þeirri laumlausu ein-
staklingshyggju, sem eigi sést fyrir, — og sú
hætta vofir enn yfir.
IJað er að vísu lengi hægt að halda einingu
með þeim sveigjanleik og undanlátssemi, er
Sósíalislaflokkurinn hefur sýnt. Og þó er öllu
slíku takmörk sett og tjóni hefur ])að valdið
flokknum inn á við að stjórn hans liefur þann-
ig látið undan óskynsamlegum og ósanngjörn-
um kröfum samherja. Og eftir að iýðræðis-
iegu skipulagi er á komið í Alþýðuhandalag-
inu, þá verður fólkið sjálft að fá að ráða.
Verkalýðurinn verður að vera vel á verði
um einingu sína og hugsjón, — og það jafnt
í l)orgaralegu sem sósíalistisku þjóðféiagi. Það
vill oft vera svo að þeir menn, sem alþýðan
selur í háar stöður í ríki, bankakerfi eða öðru
valdakerfi, ofmetnist eða ánetjist yfirstétt, ef
auðvaldsskipulag er, og setji síðan eigin völd
og metorð ofar hagsmunum alþýðu. l3að verð-
ur og löngum, eftir að verklýðslireyfing er
orðin vald í þjóðfélaginu, ásókn af hendi ým-
issa, er til frama og metorða vilja komast á
vegum hennar, til að koma fram sem fulltrúar
hennar, án þess að þurfa fyrst í þrautseigri
baráttu að sanna trúnað sinn við hugsjón
hreyfingarinnar og aðra hæfileika lil óeigin-
gjarnrar og öruggrar forystu.
Gagnvart öllum slíkum spillingareinkennum
þarf íslenzk verklýðs- og þjóðfrelsishreyfing
að koma fram með festu, en þó sveigjanleik og
varast ofstæki hreintrúnaðarins, því oft má
mikið gagn hafa fyrir hreyfinguna af hæfileik-
um þeirra einstaklinga, sem þessar veilur búa
h — en allt veltur á að láta ])á ekki ráða úr-
slituin, þegar örlagaríkustu ákvarðanirnar eru
teknar.
Þetta þarf íslenzk vcrklýðs- og ])jóðfrelsis-
hreyfing allit að liafa í huga, er hún tekur að
r.áða ráðum sínum eftir þá atburði, er nú hafa
orðið og í Ijósi langrar reynslu af samfylkingu
og vandamálum hennar.
FLOICKSVELDI
OG SKIPULAG FLOKKA
I umræðum þcim, sem urðu út af klofnings-
framhoðinu. hafa mjög borið á góma flokks-
ræði og skipulagsmál Alþýðubandalagsins.
Flokksræðið er ætíð vandamál í þingræðis-
|)jóðfélagi. Sú harða gerð stjórnmálaflokka,
er rutt liefur sér til rúms á síðasta aldarþriðj-
ungi, er að hera þingræðið ofurliði.
Vandamálið, sem við stöndum frannni fyrir,
er hvort takasl megi að finna lausn á því máli
með nýrri gerð stjórnmálaflokka, er sýni
meira frjálsræði inn á við en nú tíðkast, þ. á.
m. leyfi t. d. hópamyndanir.
Nokkuð hefur verið reynt að gera slíkt, er
ákveða skyldi skipulag Alþýðubandalagsins —
og hef ég áður vilnað í skipulagshætti brezka
Verkamannaflokksins i því samhandi. (Shr.
Rétt 1966 bls. 70.)
Alþýðubandalagið er í dag flokkur, cn af
sérstakri gerð og annari en hér hefur tíðkast
um skeið. Þegar sumir samherjar vorir tala
um það enn að breyita þurfi |>ví í flokk, þá er
um misskilning að ræða. Þeir eru þá að hugsa
um að breyta því í harðgerðan, strangagaðan
flokk, eins og fleslir hinir eru. Slíkt væri spor
aftur á hak, bæði frá því sjónarmiði að hjálpa
til að leysa flokksræðisvandamál þingræðisins,
sem og frá hinu að sameina í víðfeðmum
bandalagsflokki menn með ólíkum skoðunum
til átaka um örlagaríkustu dægurmál.
Það verður ekki risið upp gegn flokksræð-
inu og vandamál þau lcyst, er það skapar þing-
ræðinu, með myndun eins harðsvíraðs flokks
til.
Það þarf með þolinmæði og fyrirhyggju að
feta sig fram til nýrrar flokksgerðar án þess
að sundra þeim samtökum, er fyrir eru. Sú
gerð samfylkingarflokks, sem mikið hefur ver-
ið um rætt í sambandi við Alþýðubandalagið,
— og skipulagsform þess er nú eitt afbrigði
sliks flokks, — þarf að ræða og reyna til hlít-
ar, áður en menn kasta því frá sér.
67