Réttur


Réttur - 01.05.1967, Page 14

Réttur - 01.05.1967, Page 14
ATLI MAGNÚSSON: A SUÐURLEIÐ Loks var stytt upp. Allan daginn og um kvöldið hafði regnið streymt niður, svo þjóð- vegurinn flóði í smáum lækjum og vatnspoll- um og meðfram honuni höfðu myndazt lang- ar móleitar leirtjarnir. Annað eins úrfelli hafði ekki komið lengi. En nú var stytt upp. Létt regnmóða grúfði yfir heiðinni, og fjöllin norður frá höfðu tek- ið á sig dökkan bláma í sumarnóttinni. A þess- ari stundu var allt svo einstaklega hljótt. Víða glampaði á tjarnir og mýrarflóa, þar sem spó- inn var á stjáki. Oðru hverju gaf hann frá sér hvellt væl sem svarað var á sama hátt úr leyn- um milli stráa. Annars var allt dauðakyrrt. Niður heiðina ók stór þunghlaðinn flutn- ingabíll. Hann fór greitt, svo vatnið á veginum spýttist í glitrandi boga aftur undan sterkleg- um hjólhörðunum. Oðru hverju hvarf hann niður í lægðir eða á hak við kjarrið, sem óx á strjálingi meðfram akhrautinni. En innan stundar mátti sjá hvar hann hrunaði fram á ný, eins og drynjandi óvættur, nýr rauður ]>ill og kom norðan að. Rám raust bílflautunnar rauf næturkyrrðina, og kind sem stóð á veg- inum með lömbin sín flúði i ofboði lengst út í móa. Bílstjórinn leit á úrið sitt. I'að var komið fram yfir miðnætti og ferðin hafði gengið vel. Hann var á undan áætlun og ákvað að gefa sér góðan tíma í Veitingaskálanum. Svo ætl- aði hann einnig að athuga hvort eitthvað væri athugavert við karboratorinn. Ekki svo að skilja að hann óttaðist að sú væri raunin, því að bíllinn var alveg nýr. En hann hafði yndi af vélum, ekki sízt biluðum vélum, og ]>ess vegna gerði hann sér oft erindi undir vélar- hlifina án þess að það væri beinlínis nauð- synlegt. 1 sætinu við hlið hans lá piltur um tvitugt og hvíldi höfuðið á örmum sér. Hann var klæddur hversdagslegum gráum jakkafötum, sem sennilega áttu að gegna hlutverki spari- fata, en voru talsvert farin að snjást á oln- hogum og hornum. Hárið var brúnt og þykkt og greitt út á hlið. Hann var fremur þrekinn og hendurnar sterklegar. Andlitsdrættirnir voru einheiltir en sem hann lá þarna var ekki laust við að ofurlítill eftirvæntingarsvipur væri á honum. Og hver er ekki eftirvæntingarfull- ur sem er að fara að heiman i fyrsta sinn? HÖFUNDUR SMÁSÖGUNNAR „Á SUÐUR- LEIÐ" ER ATLI MAGNÚSSON, RÚMLEGA TVÍTUGUR LÆKNANEMI. ÁÐUR HAFA BIRZT NOKKRAR SMÁSÖGUR EFTIR HANN í ÖDRUM BLÖÐUM 70

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.