Réttur - 01.05.1967, Page 15
Fjöllin, hálsarnir, túnin og annað það sem
liann hafði daglega fyrir augum heima, allt
var þetta horfið sýnum. I úrhellisrigningu á
laugardagsmorgni hafði hann slitið tengzlin
við heim æskuára sinna og tekið fari með
flutningabíl á vit ]>ess ókunna. I’að hafði vak-
ið honum nokkra furðu með hve litlum trega
hann kvadrli heimaslóð sína, þar sem hann
hafði þó átt heima frá því hann mundi eftir
sér fyrsl. En hann hafði fundið að forlögin
œtluðu honum að starfa og lifa annars stað-
ar, og á undarlegan hátt hjó sú vissa um sig
í honum að hann mundi aldrei snúa til baka.
Bílstjórinn hafði kveikt á útvarpinu og
brátt heyrðist hæg tónlist, blönduð lágu suðu-
hljóði, sem kom frá einhverri stöð í fjarlægu
landi. Lengi vel lék amerísk danshljómsveit
róleg lög. Bílstjórinn leit aftur á úrið sitt og
sté þéttar á benzíngjöfina. Hljóðið í vélinni
varð samfelldara og hraðinn jókst. Skyndilega
lauk pilturinn upp augunum. Hann hreyfði sig
ekki en horfði á daufgræna birtu mælanna
fyrir framan hann nokkra stund. Svo leil hann
á bílstjórann sem horfði stöðugt beint fram
og kreppti hendurnar um stýrishjólið. Hann
hafði brett ermarnar upp fyrir olnboga. Á
framhandlegg var tattóveruð mynd af skútu
sem sveif fyrir þöndum seglum. Bílstjórinn var
maður á léttasta skeiði, hár, grannholda og
skarpleitur. Á höfðinu bar hann gult kaskeiti.
sem hann tók helzl ekki ofan nema brýn nauð-
svn ræki hann til ]jess. Varirnar voru þunnar
og milli þeirra velkti hann hálfreyktri sígarettu
sem slokknað hafði í nokkrum kílómetrum
norðar.
„Hef ég sofið lengi?“ spurði pilturinn, reis
snögglega upp og þrýsti andlitinu að rúðunni.
til að sjá sem bezt fram fyrir sig. „Erum við
bráðum komnir?“ Bílstjórinn teygði sig að
útvarpinu og lækkaði hljómlistina.
„Hálfnaðir, — svona bráðum,“ svaraði
hann. „I’egar við komum að Veitingaskálan-
um erum við nákvæmlega hálfnaðir. Það er
ekki svo langt. Við sjáum hann rétt á eftir.“
Hann leit ekki á farþega sinn meðan hann
sagði ]>elta, en horfði stöðugt fram. „Hefurðu
nóga jjeninga með þér?“ spurði hann svo, eins
og upp úr þurru. Pilturinn svaraði ekki strax,
en þreifaði eftir einhverju í hægri jakkavasa
sínum og síðan í þeim vinstri.
„Já, það held ég,“ sagði hann svo. „Hvað
kostar ferðin?“
„Hugsaðu ekki um það. En við gistum lik-
lega í Veitingaskálanum, og ]>að kostar nokkr-
ar krónur. Við höldum svo áfram um hádeg-
isbilið á morgun.“
Hinn kinkaði kolli til samþykkis, þótt ])etta
væru honum nokkur vonbrigði. Ferðin var
víst lengri en hann hélt. Hann hafði vonazt
til að koma til höfuðborgarinnar þá um nótt-
ina, — já, einmitt um þetta leyti. En bezt var
að láta slíkt ekki uppi. Það hlaut að vera ófyr-
irgefanleg fákunnátta að vita ekki betur skil
á þessari leið. Þeir voru nú komnir niður á
láglendi og vegurinn lá þráðbeinn og sléttur
framundan. Á báðar hliðar voru snyrtilegar
girðingar og nýslegið valllendi. Þetta landslag
var ólíkt ])ví sem hann átti að venjast fyrir
norðan, og þótt það kæmi honum ekki beinlín-
is á óvart, fannst honum hann vera að halda
inn í annað land, land, sem hann þekkti varla
nema af afspurn. Hann dró djúpt andann og
leit í kring um sig. Honum þótti hann þegar
sjá móta fyrir fjölda nýrra viðfangsefna. Því
sunnar sem hann kæmist, því nær yrði hann
því að geta hafist handa. Hendurnar kreppt-
ust saman, eins og þær vildu þegar taka til við
eitthvað, hjól, hamar, stjórnstöng, — eitthvað!
Nú tók pilturinn eftir að bílstjórinn varð
þungur á brún. Hann leit fram og sá þá tví-
Ivft vault timburhús. bægra megin vegarins.
Hann horfði ákafur í áttina. Þetta hlaut að
vera Veitingaskálinn. Við framhlið hússins
stóðu tvær benzíndælur frá SHELE-félaginu,
og einmitt i þessu var verið að fylla á stóran
svartan fólksbil með afarháa loftnetsstöng. Við
stöngina var fest blaðra, sem slóst til og frá.
Handan vegar var þjóðfáninn við hún. En
mesta athvgli hans vakti hinn mikli fjöldi bif-
reiða kring um húsið. I fvrstu datt honum í
71