Réttur - 01.05.1967, Síða 19
„Jæja þá, karlinn. Sjáðu til. Þér ferst á-
byggilega ekki að vera að brúka neinn kjaft.
Þú ert ekki í svo háum metum hérna. Ef ])ú
opnar ekki á stundinni kalla ég á vertinn og
])ú skall verða rekinn.“
Þótt slikur liðsauki hlyti að tákna algjört
ofurefli, raskaði slíkt ekki ró íbúa herbergis-
ins. Hann svaraði eins og Spartverjar í Lauga-
skarði hefðu gert í svipaðri aðstöðu:
„Þá getið ])ið bara brotið upp dyrnar!“
Stúlkan snerist á hæli og gekk burt. Pilt-
urinn stóð eftir i sömu sporum og vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið. En varla var stúlk-
an horfin niður stigann þegar lykli var snúið
í skránni fyrir innan og dyrnar rifnar upp.
„Inn með ])ig.“ Honum var kippt inn fyrir
og síðan lokað á ný. „Fjandans merin, — gott
hún fór.“ Hann blés og ballaði sér með upp-
rétt höfuð að hurðinni. Augun voru brún,
stór og gljáandi, eins og í drykkjumanni. Hár-
ið var úfið og á hökunni dálítill skegghýjung-
ur. Hann var berfættur í splunkunýjum vinnu-
buxutn, en nærskyrtu einni að ofanverðu, svo
óhreinni að gestinum varð starsýnt á. „Fjand-
ans merin. Nú klagar hún mig fyrir vertinum.“
Hann glotti stórt og renndi augunum í þá átt
sem stúlkan hafði farið. „En hún gelur klagað
ef hún vill. Þá drep ég hana. Svo má nú líka
minna hana á ýmislegt.“ Hann hló, sveiflaði
vöðvarýrum handleggjunum og flevgði sér
niður á legubekk við vegginn. Eftir að hafa
horft upp í loftið nokkra stund með einkenni-
legt bros á vör, reis hann upp við dogg og tók
upp sígarettupakka.
„Viltu reykja?“
Pilturinn hikaði. Hann hafði að vísu próf-
að að reykja þegar hann var í bvggingarvinnu
hjá kaupfélaginu fyrir norðan, en aldrei kom-
izt vel upp á lagið. Svo hafði það lika verið
pípa sem hann var að fikta við. En áður en
hann vissi af hafði hann rétt fram höndina
og hinn bar að honum sígarettukveikjara með
])riggja þumlunga eldloga.
A aðra hönd í herberginu var annar dívan
og nokkrar ábreiður. Þar settist hann og hall-
aði sér upp að veggnum. Þetta var lítið her-
bergi. Yfir rúmi þessa nýja kunningja bans
var gríðar-stór mynd af ljóshærðri stúlku i
rauðum baðfötum, með smurningsolíudós i
bægri hendi, sem hún hélt hátl á loft. Ekki
hafði listamaðurinn dregið af sér við að und-
irstrika hin kvenlegu einkenni og pilturinn að
norðan gat ekki slillt sig um að ígrunda hvort
önnur eins kona að líkamlegu atgervi finnd-
ist á Islandi. Fyrir norðan var bún ekki til.
Það var bann viss um. Pilturinn í rúminu
reykti og reykti. Þykkir bólstrar stigu upp af
vitum hans og það snarkaði i sigarettunni,
þegar hann saug til sín reykinn í löngum sog-
um.
„Já, helvítis stelpan hún Metta. Var hún
nokkuð að tala um mig áður en þú komst
hingað?“
Pilturinn hrökk upp úr hugleiðingum sín-
um um stúlkuna á myndinni.
„Ha, — um þig?“ Hann lézt hugsa sig um.
„Eg held hún hafi sagt að þú ynnir við benz-
ínafgreiðsluna.“
„Ekkert fleira?“
„Nei, hún sagði ekkert fleira.“
„Ja, ég hélt kannski, að hún hefði verið að
rægja mig. Eg veit að hún gerir lílið annað.
En ef ])ú skyldir heyra hana rægja mig þú
láttu mig vita það.“ Hann seildist eftir fingur-
löngum sívalning undir koddanum sínurn og
settist fram á. „Eg hef nefnilega sagt henni
berum orðum, að ef hún er að rægja mig og
ég fæ fullar sannanir um það þá drep ég hana.“
Þessum orðum sínum til áherzlu þrýsti hann
á lítinn svartan hnapp á sívalningnum og með
lágum smelli skrapp fram stutt blikandi hnífs-
blað.
„Þelta kvað gefast vel í Ameríku,“ sagði
hann. „Fjöldamorðinginn sem drap allar kon-
urnar í Mexico notaði einmitt einn svona. En
ég verð að fá fullar sannanir. Þú skilur að ég
verð að hafa fullar sannanir.“
Pilturinn kinkaði kolli. Hann liafði ekki
augun af þessu hryllilega morðtóli og var hálf-
órótt, ])ví eftir orðum hins mátti hann vel eiga
75