Réttur


Réttur - 01.05.1967, Page 24

Réttur - 01.05.1967, Page 24
HIN SIGURSÆLA UPPREISN Með uppreisninni í Pelrograd 6.—7. nóv- einber og síðan sigri byltingarinnar um ger- vallt Rússland, er lilað brotið í veraldarsög- unni, mestu tímamótin í mannkynssögunni mörkuð. Verkamenn og bændur, kúgaðar stéttir aðals og auðvalds, hafa í fyrsta skipti í sögunni náð völdunum í sínar hendur lil þess að halda þeim varanlega. I*að er allri alþýðu heims, sem berst fyrir frclsi sínu og sósíalisma, mikil nauðsyn að kryfja til mergjar, hvernig a því stóð, að byltingin tókst á þessum stað og þessari stundu, og álta sig til fulls á öllum aðstæðum, er einnig valda mörgu af þeim erfiðleikum, sem fram komu við up]>byggingu sósíalism- ans síðan. Látum oss íhuga slultlegá einn þáttinn i þessu heimssögulega einvígi afþýðu og yfir- stélta, er markar með sigri alþýðunnar þessi mikilvægu timamót. Ein höfuðforsendan fyrir því, að byltingin taikisl, var, að nógu slór hluli verkainanna, bænda og hermanna væri sannfærður um, að það væri rétl og óhjákvæmilegt — til ])ess að fullnægja kröfum þeirra um brauð, jörð og frið, — að fá ráðum þeirra — sovjetunum —■ öll völd í hendur. Það að móta þessa slefnu: — samlaga hugmyndir Roishevikkaflokksins svo vonum og hagsmunum þessa vinnandi fjiilda, að hann fylgdi þeim til baráttu upp á líf og dauða, einmitt á þessu sögulega augna- hliki — það var verk flokksins. En það að úlhugsa og móta slíka stefnu og gera hana að sameign flokksins, hnitmiða augnablikskröfur ólikra alþýðustétta við eitt aðalatriði: valda- tökuna, er framkvæma yrði einmitt á þessum fáu tlögum, — það var verk forystunnar, hinna fáu, er úrslitaákvarðanirnar, pólitískar og hernaðarlegar, hvíldu á. Flokkur verkalýðsins felur ekki í sjálfum sér öryggi réttrar forystu, hann er ekki sem slikur trygging þess, að engu sögulegu tækifæri sé sleppt. I}ar ræður það úr- slilum, hvort þær persónur, sem forystu flokks- ins skipa á hverjum tíma, hafi þá hæfileika til að hera að sjá alla möguleika, sem bjóðast við hvert sérstakt ástand söguþróunarinnar, og kunna og megna að grípa bezta möguleik- ann og hagnýta hann til fulls. Og þótt við marxistar undirstrikum sem hið almenna lög- mál söguþróunarinnar höfuðhlutverk fjöldans, vinnandi stéttanna, í því að móla þróun sög- unnar, framvindu mannfélagsins, — þá verð- ur ekki hjá því komizl að leggja áherzlu á, að það sem úrslitum ræður um, að valdalaka al- þýðunnar skyldi takast, byltingin heppnast, einmitt á þessum tíma, en ekki t. d. áralugum síðar, — er að öllum likindum pólitískri snilli, hugkvaunni og dirfsku eins manns að þakka: Lenins. Þær hugmyndir hans og bardagaað- ferðir, sem hann gagnsýrir flokkinn með, frá því að hann kemur til Petrograd í apríl 1917, gera flokknum og alþýðunni kleift að sigra þann 6. og 7. nóvember 1917. Lenin reil síðar í lífinu þessi orð: „Það er ekki nóg að vera byltingarmaður og baráttu- maður fyrir sósialismann almennt; ]jað er einnig nauðsynlegt að kunna á hverju augna- bliki að finna þann sérstaka hlekk í keðjunni, sem grípa verður í af öllum mætti manns til þess að halda allri keðjunni á réttum slað og undirbúa af fullri einbeitni að taka í næsta hlekk.“ — Einn bezli og viðurkenndasti sagn- fræðingur Rreta, G. Rarraclough prófessor i Oxford, segir um Lenin í sambandi við þenn- an eiginleika, er Lenin þarna ræðir um: „Fá- ir menn í veraldarsögunni hafa jafnast á við Lenin, enginn farið fram úr honum, einmitt hvað þennan hæfileika snertir, sem úrslilum ræður.“* Þegar við hugleiðum þann möguleika, að þennan sjaldgæfa forystuhæfileika hefði skorl, Lenins t. d. ekki notið við, og þá hugsanlegu * G. Barraclougli: Au introduction to Contempor- ari History. 80

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.