Réttur - 01.05.1967, Qupperneq 26
|)ióað. I'að ríkisvald — scm alþýðan sum-
jiart yíirtekur frá gömlu yfirstéttinni, en sum-
part brýtur niður og byggir nýtt í staðinn —
verður það valdatæki, sem alþýðan beitir, er
hún með aleflingu allra samtaka sinna með
öllum þeim byltingareldmóði og liugrekki, sem
hún á til, tekur að liyggja upp mannfélag sós-
íalismans á grunni liins hrunda kúgunarskipu-
lags aðals og auðmanna.
Hin heimssögulega dáð er drýgð. I’að, sem
reynt hafði vcrið kynslóð fram af kynslóð, —
að alþýða eins lands næði völdunum af yfir-
slétl, — og misheppnast — það hafði nú loks
tekizt til frambúðar. Hingað til hafði alþýðu
heims alltaf orðið að blæða fyrir að tapa,
bíða ósigur í viðureigninni við yfirstéttina.
Nú varð hún að vísu einnig að fórna, en fyrir
sinn eigin sigur.
Með eindæma hetjuskap sigrar alþýða hinna
ungu Sovélríkja í innrásarstyrjöldum auðvalds-
heimsins, með fádæma fórnfýsi reisir bún ný-
lízku iðnaðarþjóðfélag á rústum hins frum-
stæða keisararíkis aðals og auðdrottna. Og
þegar óvætlur fasismans ræðst á það föður-
land, sem alþýða Sovétríkjanna liafði eign-
azt, sigrar hún þessa ófreskju hins hnígandi
auðvaldsheims í risavöxnustu styrjaldarátök-
um mannkynssögunnar.
Alþýðan, sem tók við hinu frumstæða rúss-
neska keisaradæmi, sannaði öllum heimi, að
hinar vinnandi stéttir gátu stjórnað víðlendu
ríki, gátu umskapað frumstætt Jijóðfélag í
annað mesta iðnaðarstórveldi lieims, gátu lyft
sjálfum sér af hungurstigi og yfir á Jijóðfélags-
stig öruggrar, batnandi afkomu.
En til ]>ess að gela bvggt þetla allt saman
upp, til þcss að geta báð alla þessa baráttu við
fjandsamlegt umhverfi og sigrað, varð alþýð-
an að gera ríkisvald sitt sterkt. Eldmóður
liennar, ást á hugsjón sinni og fórnfýsi fyrir
málstaðinn, var ekki nóg. bað þurfti og að
cfla og þróa það vald, sem felst í her, lögreglu
og öllu öðru, sem ríkisvaldið er. An slíksvalds,
voldugs og sterks, var hún varnarlaus gegn
fjandsamlegum heimi.
Promeþevs nútímans, verkalýðurinn, Iiafði
rænt cldinum, ríkisvaldinu, frá himnaríki yfir-
stéttarinnar.
Stollur kaslaði hann lianzka heimsbylting-
arinnar framan í valdastéttir gervallrar ver-
aldar.
En eldurinn, sein getur vermt og hrifið,
gelur líka brennt og sviðið. Ríkisvaldið er
tæki, sein yfirstétlin i upphafi liefur skapað
lil kúgunar, og það er eðli ]iess, að þannig sé
]>að notað. „Meðan verkalýðurinn ennþá
þarjnast ríkisvalds, þarfnast hann þess ekki
til þess að halda uppi frelsi, heldur til þcss að
halda andstæðingum sínum í skefjum, og und-
ir eins og svo langl er komið, að um frelsi
geti verið að ræða, hættir ríkisvaldið scm
slíkt að vera lil,“ segir Engels í kunnu bréfi
til Bebels, sem Lenin m. a. vitnar í í „Ríki og
bylting.“
Al]iýðan yfirtekur ríkisvaldið í þeim ásetn-
ingi að afnema það síðar, |>egar það hefur
gegnt sínu hlulverki, — en henni er einskis
annars koslur en beila því, oft til hins ýlrasta,
á meðan þess gerist þörf.
En alþýðan beitir ekki ríkisvaldi sínu beint
og sjálf. Hún felur það handhöfum þess —
og ekki sízt í víðlendu ríki getur það, vald
handhafanna, embættismannastéttarinnar, orð-
ið varasamt, jafnvel beinlínis Jiællulegl gag.n-
vart alþýðunni sjálfri eða hluta hennar sakir
misbeitingar eða spillingar.
Arfurinn, sem alþýða Rússlands yfirtók,
var slæmur. Hún gerði risaátak lil að umskapa
hann. „En,“ eins og Lenin segir í bréfinu til
flokksþingsins, er hann ritar 26. desembcr
1922, „meðvitundin um það má ekki blinda
okkur fyrir ]iví, að í rauninni liöfum við yfir-
tekið gamla kerfið frá keisaranum og bur-
geisastétlinni, og að nú, eftir að friður er kom-
inn á og lágmarkskröfum til að seðja hungrið
er fullnægt, ]>á þarf að einbeita öllu starfi að
því að endurbæta stjórnarkerfið."
Og önnur hætta, eigi minni, bætist við:
Ifættan af því, að ríkisvaldið spilli handhöf-
um þess. — Við, sem vinnum í verkalýðs-
82