Réttur - 01.05.1967, Síða 38
rísa þeir upp sem óðir menn, entla eru þeir
þá líka voðalegir, því ekkert dýr er ógurlegra
en maðurinn, þegar hann er rekinn að heljar-
þröminni, — og hvað mun fremur knýja menn
til örvinglunar og æðis en hungur og sultur?"
Eingum stæði nær en Gísla Brynjúlfssyni að
vera nefndur fyrsli boðberi sósíalisma á Is-
landi, og sem slíkur birtist hann einnig í ijóð-
um sínum.
í kjölfar Norðurfara sigldu Gestur Vest-
firðingur, Reykjavíkurpósturinn og bjóðólfur
heima á íslandi. Enn eitt þeirra frækorna
byltínganna sem sáð var hér í örbirgðinni og
fásinninu, vildum vér og telja tíðindavert. lJað
var sérstæð félagsstofnun, sem er tilefni þessa
greinarkorns.
Kvöldfélagið
Á árunum 1B61—1874 slarfaði leynilegl fé-
lag í Reykjavík, Leikfélag andans, síðar nefnl
Kvöldfélagið. Stofnendur þess voru í upphafi
tólf:
Helgi E. Ifelgesen, guðfræðíngur. Hann var
alla tíð einn helzti burðarás félagsins og var
kosinn forseti þess allan tímann að undantekn-
um einum vetri, þegar hann var setlur um-
sjónarmaður Lærða skólans. Helgi hafði nuin-
ið fræði sín í Kaupmannahafnarháskóla og
kynnzl þar fræðslustefnu Grundtvigs og fyrstu
alþýðuskólunum, og koma þau kynni greini-
lega fram í afskiplum hans af Kvöldfélaginu
og ýmsu þarflegu sem lil hans iná rekja: stofn-
un Lestrarfélags Reykjavíkur og fyrirleslrar-
haldi um sögu og náttúrufræði sem hann stóð
fyrir ásamt fleirum úr Kvöldfélaginu.
Eiríkur Magnússon guðfræðíngur, síðar
bókavörður í Cambridge.
Steinn Sleinsen guðfræðinemi.
Lorvaldur Jónsson læknaneini.
Ísleifur Gíslason guðfræðinemi.
Jakob Björnsson guðfræðinemi.
Brandur Tómasson guðfræðinemi.
L. A. Knudsen verzlunarmaður.
Eyjólfui- Jónsson guðfræðinemi.
Sigurður Guðmutidsson málari.
Markús Gíslason guðfræðinemi.
Oli Finsen verzlunarmaður.
Af þeim mörgu sem síðar geingu í félagið
má nefna Jón A. Hjaltalín, Jón Árnason þjóð-
sagnamann, Gísla Magnússon skólakennara,
Malthías Joehumsson, Hallgrím Sveinsson síð-
ar biskup, Jón Olafsson ritstjóra og skáld, Sig-
urð Vigfússon fornfræðíng, Kristján Fjalla-
skáld, Jón Borgfirðíng, séra Svein Skúlason,
Jón Rorkelsson skólakennara, séra Eggert
Briem, séra Eirík Briem, séra Jón Bjarnason,
séra Valdimar Briem, séra Kristján Eldjárn
Lórarinsson, Árna Thorsleinsson.
Félag þetta lét sér fátt óviðkomandi er að
menníngarlegum efnum laut. í lögunum segir:
.,Störf félagsins hin almennustu skulu vera
þessi: Á samkomum ræða menn um fróðleg
og vísindaleg efni; utan samkoma rita menn
ritgjörðir í sömu átt, semja leikrit og ævin-
týri, setja lög við innlendan kveðskap o. s.
frv.“ Og þessi lög voru ekki orðin tóm. Helztu
framfaramál sem þá voru á döfinni eða urðu
að veruleika næstu árin voru stöðugt lil um-
ræðu í félaginu. l’að stóð að og styrkti útgáfu
rita, svo sem kvæða Krisljáns að lionum látn-
um. Á fundum félagsins eignuðusl skáldin
Matlhías, Jón Ölafsson og Kristján sína fyrslu
hlustendur. Félagið styrkti Jón Olafsson til
að hefja sinn lánga, sérstæða og harðskeytla
blaðamennskuferil. Lað lagði fé til minnis-
varða Sigurðar Breiðfjörðs og styrk lil útgáfu
á æviminníngu hans eftir jón Borgfirðíng. Fé-
lagsmenn Kvöldfélagsins lögðu drjúgan skerf
til þjóðsagnasafns jón Árnasonar. Merkaslan
hlut átli félagið að leiklist og naut þar ekki
sízt Sigurðar málara, sem manna bezt kunni
skil á þeim efnum. Félagsmenn gáfu Reykja-
víkurbæ 1865—66 100 rikisdali af ágóða und-
an geinginna leiksýnínga með það fyrir aug-
um að byggt yrði „scenuhús.“ Leikril voru
lesin og rædd á fundum, þýðingar Matthías-
ar bar mjög á góma, og Utilegumennirnir
voru sýndir 1862 og 1865—66. Ævintýri á
94