Réttur


Réttur - 01.05.1967, Side 44

Réttur - 01.05.1967, Side 44
YFIRLYSING RAÐSTEFNU KOMMUNISTA OG VERKAMANNAFLOKKA í KARLOVY VARY Vér, fulltrúar kommúnista- og verkalýðsflokka Evrópu, saman komnir í Karlovy Vary, gerum oss grein fyrir þeirri ábyrgð sem við berum á framtíð þjóða vorra og málstað alþýðu allra landa, og vér teljum að það mál sem mestu skiptir allar þjóðir álfu vorrar sé verndun friðarins. Vér erum saman komnir til þess að ræða það ástand sem nú hefur skapazt, skiptast á skoðunum og finna i samein- ingu leiðir og aðferðir til oð auðvelda einingu allra afla friðar og framfara í baráttu fyrir öryggi Ev- rópu. I Reynsla síðustu ára hefur staðfest réttmæti þeirr- ar kenningar kommúnista að heimsstyrjöld sé ekki óumflýjanleg, að hægt sé að koma í veg fyrir hana mcð samstilltu átaki sósíalskra ríkja, alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar, þjóðfrelsishreyfingar allra ríkja, sem vinna gegn styrjöld, allra friðarafla. Þessi öfl hafa styrkzt verulega. En jafnframt þvi hefur órásarhneigð bandariskrar heimsvaldastefnu magnazt. Bandaríkin — helzta miðstöð árásarafla og aft- urhalds — reyna að snúa við hjóli sögunnar og af- má rétt þjóðanna til að ráða sjálfar örlögum sín- um. Þau gera sig sek um gróflega ihlutun um mál- efni ríkja Rómönsku Ameríku, Asíu og Afriku, stig- magna villimannlega árásarstyrjöld gegn viet- nömsku þjóðinni, styrjöld sem nú er alvarlegust ógnun við heimsfriðinn. Við þessar aðstæður verður barátta gegn öflum heimsveldisstefnu í Evrópu enn þýðingarmeiri en ella. Allt það, sem á vinnst í þeirri baráttu, er ekki aðeins skref í átt til trausts friðar i vorum hluta heims, heldur og ný atlaga gegn stefnu valdbeit- ingar og því kerfi samtengdra, árásarsinnaðra hern- aðarbandalaga, sem heimsvaldastefnan hefur spunnið um hnöttinn allan. Evrópa, sem lifað hefur tvær heimsstyrjaldir, er enn viðsjárvert svæði, þar sem mætast höfuðöfl heimsvaldasinna og sósíalsks þjóðasamfélags. Vopnaviðkipti þeirra í milli gætu orðið upphaf kjarnorkustyrjaldar án takmarkana. Þessi hætta hvílir þungt á öllum þjóðum Evrópu, torveldar fé- lagslegar og efnahagslegar framfarir, eitrar al- þjóðleg samskipti og hefur í för með sér gifurlega sóun verðmæta til vígbúnaðarkapphlaupsins. Hern- aðaraðgerðir nokkurra Evrópuríkja í þvl skyni að bæla niður þjóðfrelsishreyfingar verða einnig til þess að skapa ný hættusvæði og ógna friði. Að lokinni heimsstyrjöldinni síðari stofnuðu heimsvaldaríki undir forustu Bandaríkjanna At- lantshafsbandalagið, sem stefnt var gegn sósíölsk- um ríkjum og einnig gegn lýðræðishreyfingum í kapítölskum löndum. Þetta varð til að Evrópa klofnaði í hernaðarbandalög. Heimsvaldasinnar endurhervæddu Vestur-Þýzkaland, studdu ólög- mætar kröfur þess til að vera fulltrúi alls Þýzka- lands og fengu þvi hlutverk andkommúnísks virk- is sem varð samastaður viðsjárverðra afla og ógn- ar nú friði og öryggi allrar Evrópu. Hefndar- og hcrnaðarsinnar hófust til forustu í Bonnríkinu, sem 100

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.