Réttur - 01.05.1967, Síða 54
ræða knappan framfærslulifeyri, jafnan fyrir
alla, getur aldrei breytt því, að kjör manna
eru nijög misjöfn á efri árum, eftir því hvort
þeir njóta eftirlaunaréttar vegna starfa á lið-
inni ævi auk hins almenna ellilífeyris eða ekki.
Lífeyrissjóðum hefur að vísu farið fjölgandi,
en vitað er, að án beinnar lagasetningar um
lífeyrissjóð fyrij- alla landsmenn, muni þeir
aldrei ná nema til takmarkaðs hluta þjóðar-
innar. betta hafa grannþjóðir okkar á Norð-
urlöndum séð og farið ])á leiðina að lögfesta
almennar eftirlaunatryggingar. Hjá okkur hef-
ur allmikið verið um málið rætt og nokkuð
ritað, a. m. k. undanfarinn áratug — og enn
er málið á vangaveltustiginu.
hað hefur markverðast gerst í málinu, að
árið 1964- fól félagsmálaráðuneytið Haraldi
Guðmundssyni, fyrrverandi ráðherra, að
semja álitsgerð um, hvort ekki sé tímabært að
setja löggjöf uin lífeyrissjóð. sem allir lands-
menn, sem ekki eru þegar aðilar að lífeyris-
sjóðum, geti átt aðgang að.
Haraldur lagði síðan fram víðtæka álits-
gerð árið eftir og niðurstaða hans varð á
þessa leið: „Það er fullkomlega tímabært að
setja löggjöf um eftirlaunasjóð og eftirlauna-
tryggingu fyrir allt vinnandi fólk til viðbótar
við gildandi lífeyristryggingar.“ Reyndar kem-
ur lillu síðar fram, að með orðunum vinnandi
fólk er hér átt við þá, sem afla beinna tekna
með vinnu sinni, en samkvæmt ])ví telst liús-
móðir á 10 manna heimili ekki til vinnandi
fólks. Þegar til lagasetningar kemur um alls-
herjar lífevrissjóð, ])urfa ]>ví húsmæður ör-
ugglega að vera vel á varðbergi, eigi hlulur
])eirra ekki að verða næsta smár.
I greinargerð Haraldar koma fram mjög
athyglisverð rök fyrir því að við séum sízt
vanbúnari en grannþjóðir okkar til þess að
koma almennu eflirlaunakerfi i framkvæmd,
og Lel ég rétt að kynna hér hin lielzlu, þar sem
skýrsla hans hefur ekki verið almenningi til-
tæk.
Hann bendir á, að markaðsverð þjóðarfram-
leiðslu okkar árið 1964 hafi verið hærra mið-
að við mannfjölda en i Noregi og Danmörku,
en Svíar einir Skandinava borið meira úr být-
um en við það árið. Við erum því tvímæla-
laust efnuð þjóð, en jafnframt kom í ljós, að
við liöfðum varið lægri hundraðshluta þjóð-
arframleiðslunnar til lífeyristrygginga en
nokkur hinna þjóðanna þriggja og næsl lægst
urðum við á blaðinu, þegar athuguð voru út-
gjöld til trygginga á hvern íbúa.
En auk þess sem þjóðarframleiðslan er mik-
il, kemur einnig í Ijós, að skipting þjóðarinnar
í aldursflokka er hagstæðari hér en í hinurn
löndunuin. Gamalmenni eru hér fæst að til-
tölu, eða 7.2% af þjóðinni móti 11% í Sví-
þjóð, en börn og unglingar innan 16 ára flest
að tiltölu, eða 37% þjóðarinnarí og fjölgun
fólks á starfsaldri á næstu árum verður til-
lölulega örust hér.
Viðbrögð Alþingis og ríkisstjórnar við
|)essari skýrslu voru þau að skipa nefnd í
málið og þar við situr. Málið virðist ekki sér-
lega ofarlega á baugi um þessar mundir og
lítið fór fyrir því í kosningabaráttunni í vor.
En hér er hinsvegar um það að ræða að ná
verulega stórum áfanga á leiðinni til félagslegs
öryggis og jafnræðis, og hér er sérstaklega
um að ræða eitt af stórmálum verkalýðshreyf-
ingarinnar. Málinu ber því að fylgja fast eftir
og knýja ])að fram að löggjöf um lífeyrissjóð
fyrir alla landsmenn verði sett í velur og hún
verði ])annig úr garði gerð, að hún komi öllu
vinnandi fólki að fullu gagni.
Adda llúra Sigjúsdóttir.
110