Réttur


Réttur - 01.11.1967, Qupperneq 5

Réttur - 01.11.1967, Qupperneq 5
staða atvinnulífsins er útflutningurinn, sem út- vegar gialdeyri fyrir nauðsynjum fólks þeim, er eigi verða framleiddar innanlands, og hró- efnum handa innlendum iðnaði. Viðskipta- stefna þjóðarinnar verður því að miðast við að tryggja markaði fyrir útflutningsvörurnar. Það er undirstaðan undir öllu afkomuöryggi lands- manna. Þetta eru barnalærdómar hagfræðinnar fyrir ísland. — Og þessum barnalærdómum hefur borgarastéttin og hagspekmgar hennar gleymt. Þeir hafa leikið og lótið eins og það værl sjólfsagður hlutur að altaf væru til markaðir, boðað og breytt eins og kreppuhættu væri út- rýmt í auðvaldsskipulaginu. Þeir hafa opnað landið fyrir holskeflum iðnaðarvöruinnflutnings frá hvaða landi sem er, — þegar lífið og at- vinnan lá við að tryggja markaði erlendis og beita til þess meðal annars skipulagðri kaup- getu þjóðarinnar, t. d. með vöruskiptasamning- um. Þeir hafa óskapast yfir því sem nauðung, að hafa nokkur viðskipti við lönd sósíalismans, þar sem þó hefði verið hægt að tryggja fram- tíðarmarkaði með samningum til langs tíma. Þeir hafa hatast við allan áætlunarbúskap, —- sem voldugar borgarastéttir eins og sú franska hafa þó verið að hagnýta að nokkru,— og boðað í staðinn þann furðulega boðskap: að hver skuli eyða eins og honum þóknast, og fjárfesta eins vitlaust og hann frekast vill. Þessari banvænu stefnu verður að linna. Vér fslendingar verðum að taka upp íslenzka sjálfstjórn á efnahagslífinu, ef atvinnuleysi og landflótti eiga ekki að dynja yfir og vér að verða nýlenda eða hjálenda alþjóðaauðvalds- ins. Höfuðatriði slíkrar sjálfstjómar eru tvenn: Yfirstjóm á þjóðarbúskapnum, þróun hans samkvæmt heildaráætlun, er miðist við að tryggja öllum vinnu og einbeiti sér því að efl- ingu hinna þjóðlegu undirstöðuatvinnugreina: sjávarútvegs, iðnaðar og landbúnaðar. Yfirstjóm á utanríkisverzluninni, er miðist við að tryggja öllum fslendingum vinnu og þess vegna markaði fyrir allt, sem þjóðin getur framleitt. V Þau þjóðfélagsöfl, sem yrðu að sameinast um slíka stjómarstefnu, til þess að hægt værl að framkvæma hana eins og nú er ástatt, eru: 1. Verkalýðs- og starfsmannastéttimar. 2. Bændastéttin. 3. Útgerðarmenn og iðnrekendur. Forustunnar til þess að koma slíkri stjórnar- stefnu á er eingöngu að vænta frá verkalýðs- og starfsmannastéttunum. Hin mikla pólitíska örlagaspuming, sem hér er því stillt til launavinnustéttanna af sjálfri þróuninni er þessi: Hafa þær forystuhæfileika og vald til þessa? Haustið 1944 sýndi verklýðshreyfingin að hún hafði hvortveggja: Forustuhæfileikana til þess að sýna fram á úrræði og sannfæra menn um þá lausn, — og valdið til þess að hindra að hægt væri að leysa erfiðleika atvinnulífsins á kostnað verka- lýðsins, nema þá með ægilegum fómum þjóð- arheildarinnar. Forystulið verkalýðs og launastétta hefur nú þegar bent á úrræðin, leiðina út úr ógöngum og kreppu viðreisnarinnar. Sjálfstjórn íslend- inga á efnahagslífi voru með áætlunarbúskap og yfirstjóm á utanríkisverzlun er ótvíræð lelð. Um forystuhæfileika vinnandi stéttanna þarf því ekki að efast. En það er erfiðara að skapa með fortölum samstarf um þá sjálfstjómarleið en var á lýðveldisárinu 1944 um nýsköpun- ina, sökum þess að í tvo áratugi hefur verið grafið undan traustl þjóðarinnar á að geta stjórnað sér sjálf og sjálfstæðistilfinning hennar og stolt verið lamað bæði með hersetu og áróðri. Það verður því meira komið undir valdi verkalýðsins nú en var 1944 (og var þó mikið undir því komið þá). Örlagaspurningm verður því þessi: Getur verðalýðurinn í krafti valds síns í at- vinnulífinu hindrað að afturhaldsöflin í yfir- stéttinni geti farið áfram þá leið atvinnuleysis og lífskjaraskerðingar, sem þau nú hafa farið inn á? 185

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.