Réttur


Réttur - 01.11.1967, Page 7

Réttur - 01.11.1967, Page 7
cola-stjórnin) gafst upp í september 1944, af því að hún fékk ekkert við verklýðssamtökin ráðið. Hin afturhaldssama ,,helmingaskipta"-stiórn sundraðist og gafst upp 1956, af því verkalýð- uruinn sigraði í sex vikna verkfallinu 1955. Verkalýðurinn þurfti þá allt sitt vald, — á öllum sviðum — til þess að sigra. Og — allt vald verkalýðsins er nauðsynlegt enn, í ríkara mæli en fyrr. Verkalýðurinn og launastéttirnar allar þurfa að átta sig á því til fulls hver þeirra máttur er. Verkalýðurinn er 50% þjóðarinnar. Starfs- mannastéttin yfir 20%. Samtals eru launastétt- irnar tæpir þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar. Þær geta því ráðið ríkisvaldinu hvenær sem þær eru allar eitt á stjórnmálasviðinu. En slíkt reyn- ir borgarastóttin að hindra með því að blekkja margt launafólk til fylgis við sig í kosningum — og ná tökum á einstökum forystumönnum úr hópi launastétta. Sterkasta vopn verkalýðsins, — meðan hann hefur ekki lært að ná ríkisvaldinu og beita því, — eru verkalýðssamtökin. Þeim hefur hann ekki aðeins beitt til kauphækkana, heldur og hvað eftir annað sett lög í krafti verkfalla og hnekt á sama hátt kúgunarlögum: „Skæruhern- aðurinn'' 1942 setti orlofslögin, afgreidd á al- þingi 1943. Sex vikna verkfallið mikla 1955 knúði fram atvinnuleysistryggingarnar (lög 1956). Sjómannaverkfallið 1958 setti lögin um lífeyrissjóð togarasjómanna, og með skæru- hernaðinum 1942 voru gerðardómslögin al- ræmdu brotin á bak aftur. Og með verkfalls- hótunum var þrælafrumvarpið 1963 stöðvað þann 9. nóvember. Sterkasta vopn burgeisastéttarinnar er hins vegar ríkisvaldið. Því valdi hefur hún óspart beitt til setningu kúgunarlaga, til eyðileggingar kaupsamninga, til gerðardóma og verkfalls- banna, til gengislækkana og dýrtíðaraukning- ar. Til þess að sigra verður verkalýðurinn auð-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.