Réttur


Réttur - 01.11.1967, Page 10

Réttur - 01.11.1967, Page 10
sem arabískar þjóSir eru að rísa — og oft gegn eigin einvöldum. Þess má minnast að þegar ítalska auðvaldið undir forystu Mussolinis réðst á Abyssiníu 1935, þá var eðlilega samúð alþýðu í heim- inum með Abyssiníu, þótt svartan einvald hefði. Og því verður og að skilja þá afstöðu nú, sem Arabalöndin hafa. Þau eru að verjast árás, sem þau álíta að heimsvaldasinnar, auð- hringamir, standi á bak við. En jafn fráleit og forkastanleg er öll sú afstaða hjá hrokafullum arabiskum valdhöfum, sem heimta að ísraels- ríki sé þurrkað út og eigi engan tílverurétt. Aðstaðan í ísrael Það væri fljótræðí að yfirfæra þá samúð, sem þjóðflokkur Gyðinga á skilið yfir á núver- andi valdhafa í ísrael. Það væri að ýmsu leyti eins og að láta þá Búa, er nú beita negra í Suður-Afríku og alla lýðræðissinna þar harð- stjórn, njóta samúðar sökum þess að fyrir 68 árum voru Búar ofsótt hetjuþjóð er barðist fyrir frelsi sínu. Auðvald Bandaríkjanna hefur efnahagsleg tök á ísrael. Árlega fær ísrael nú 250 milljónir dollara (rúmar 14000 millj. kr.). í gjafir og lán o. s. frv. frá Vesturveldunum. Það samsvarar 125 dollurum (12 þús. kr.) á ári á hvern íbúa ísraels. Slíkt er meir en meðaltekjur íbúa ým- issa Arabalanda á ári. Og þessi „aðstoð" fengi ísrael vart, ef Ísraelsríki væri andvígt auðvaldi Vesturheims. Afstaða yfirvalda í ísrael gagnvart Aröbum þar einkennist að vissu leyti af þjóðflokks- hroka. Arabar eru meðhöndlaðir sem annars flokks menn. Og víss atriði í löggjöf Israels eru harla viðsjárverð. Þannig getur t. d. fólk af stofni Gyðinga og Araba ekki gifst í ísrael, sökum þess að einungis kirkjuleg hjónabönd eru þar gild og þau fara fram eftir Móse-lögum, sem banna Gyðingum að giftast „útlending". Skólar fyrir böm Araba og Gyðinga eru að- skildir. Börn af „blönduðum" hjónaböndum, sem stofnað hefur verið til utan ísraels, lenda í miklum erfiðleikum. — Allt minnir þetta vini Gyðinga óþægilega á hjúskaparlöggjöf nasista og „apartheid" í Suður-Afríku. En hinu má heldur ekki gleyma, er menn fordæma þessar aðfarir, hvílíkt óskaplegt þjóð- ernislegt átak Gyðingar hafa gert með stofnun Ísraelsríkis, með því að gera hebresku aftur að talmáli, með því að koma upp mikilli menn- ingarmiðstöð (sem einnig stundar arabisk fræði), — og hvílík félagsleg afrek hafa verið unnin með stofnun samvinnubúanna: Kibbuts- anna, og þróun hins sérkennilega verkalýðs- félagsskapar í landinu. — En allt þetta afsakar ekki þann þjóðflokkshroka, sem lýsir sér í af- stöðu valdhafanna til Araba, — og er bein- línis l.ættulegur tilveru ísraels. Eitt enn gerir lausn þessara vandamála enn erfiðari. Það er að Aröbum fjölgar miklu fljótar en Gyðingum. Er sú staðreynd notuð sem rök gegn því að veita Aröbum jafnrétti innan Israelsríkis, því þeir myndu þá brátt verða þar í meirihluta. Væri hinsvegar ekki hömlun á blöndun þessara skyldu þjóða mætti ætla að Gyðingar hæfu Araba upp á sitt menningar- stig og slík blöndun gæti orðið þeim öryggi um að halda þessu ríki, sem í höfuðatriðum byggð- ist á þjóðarerfð Gyðinga, þótt ýmislegt úr erfð Araba bættist þar í. Það liggur mikið víð að hægt verði að leysa þessi miklu vandamál til frambúðar. Og það verður vart öðruvísi gert en með því að stefna að vináttu Gyðinga og Araba á grundvelli samstarfs og gagnkvæmrar viðurkenningar og þyrftu báðír aðilar að breyta mjög um stefnu svo slíkt kraftaverk gæti gerst. Urræðin Það skal hugrekki til að kveða upp úr með hin skynsamlegustu úrræði til að sætta þessar þjóðir, — ekki sizt innan ísraels, logandi í þjóð- arhroka og sigurvímu. Sá maður, sem framar öllum öðrum hefur boðið hverskonar hleypidómum og hættum byrginn til að benda á leið til sætta, er Meir 190

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.