Réttur


Réttur - 01.11.1967, Side 18

Réttur - 01.11.1967, Side 18
 þessu skeiði. Þótt vöxtur vaeri bæði í þjóðfrelsis- hreyfingunni og verklýðshreyfingunni, þá var efnahagsgrundvöllur fyrir starfsmann verklýðs- hreyfingar erfiður. Fjölskyldan svalt oft á tíð- um. Að lokum varð hann að flýja land, eftir 7 ára dvöl í írlandi, þar sem enga atvinnu var að fá. Lá nú leiðin til Bandaríkjanna. Þar var hann næstu 7 ár og starfaði mikið í verklýðs- hreyfingunni, gaf út blað — og vann allt sem fyrir kom: var vélsetjari, vélstjóri og vátrygg- ingarmaður. En aldrei kunni hann við sig þar. Hugurinn var heima á írlandi. En þar gerðust nú mikil umskipti. Jim Larkin, hinn mikli brautryðjandi írsku verklýðshreyf- ingarinnar, hafði unnið kraftaverk. „írska flutn- inga- og almenna- verkamannasambandið" var stofnað. Baráttan harðnaði. Hreyfingin óx. Sósíalisminn líka. — Og Connolly var kallaður heim. í júlí 1911 varð Connolly starfsmaður verka- mannasambandsins og hóf baráttu fyrir stofn- un írska verkamannaflokksins. Árið 1913 var hann við hlið Jim Larkins í Dublin. Þeir sýndu sig í hinni hörðu verkfallsbaráttu þess árs sem tveir beztu verklýðsleiðtogar írlands. Hann flutti nú ræður, reit bækur, sat í fangelsum, var í hungurverkfalli. Connolly varð aðalritari Verkamannasam- bandsins, þegarLarkin fluttist til Bandaríkjanna. Og hann varð og foringi írska borgarahersins (Irish Citizen Army) gegn brezku yfirdrottnun- inni. Það varð því hans hlutskipti að stýra frelsisbaráttunni 1916 og falla í páskauppreisn- inni í Dublin fyrir málstað írlands. Þegar írar minntust hálfrar aldar afmælis páskauppreisnarinnar 1916, var Connolly hin mikla þjóðhetja þeirra. En það var frekar dreg- in fjöður yfir sósíalisma hans. En hann dró aldrei dul á baráttu sína fyrir sósíalismanum. Við stríðsbyrjun 1914 skrifaði hann: „Ef vinn- andi stéttir Evrópu kysu frekar að reisa götu- vígi um gervalla álfuna en að drepa hvor aðra í þágu kónga og fjármálajöfra ... þá væri rétt af okkur að fylgja svo glæsilegu fordæmi og hjálpa af okkar hálfu til þess að steypa af stóli þeim hræfuglastéttum, sem ráða heiminum og ræna hann.” Höfuðrit Connolly er „Labour in Irish History" (Vinnustéttirnar í sögu írlands, útgefin af New Books Publications, Dublin). Er það mjög góð og merkileg saga af frelsisbaráttu alþýðunnar í írlandi. Skilgreinir Connolly þjóðfélagsástand- ið í írlandi sem ættasamfélag fram til ársins 1649 að Cromwell brýtur það á bak aftur end- anlega og kemur á yfirdrottnun ensks aðals og jarðdrottna. En alveg sérstaklega fróðleg, sönn og marxistisk, er saga hans af frelsisbaráttunni á 18. og 19. öld. Ætti sú saga vissulega að vera íslendingum kunnari en er. Af öðrum ritum James Connolly má nefna: Socialism and Nationalism (Sósíalismi og þjóðernisstefna). Labour and Easter Week (Verkalýðurinn og páskavikan). The Workers Republic (Verkamannalýðveld- ið). Labour, Nationality and Religion (Verkalýð- ur, þjóðerni og trú). Allar þessar bækur fást hjá: New Books, 16a Pearse Street, Dublin. íslendingar og sérstaklega íslenzkir sósíal- istar ættu að kynna sér rit Connolly's. Hann var einn af þessum miklu frelsisleiðtogum kúg- aðrar þjóðar, er um leið var góður sósíalisti og marxisti eins og Þorsteinn Erlingsson okkar. írska þjóðin á svo margt sameiginlegt með ís- lendingum — og þjóðhetja eins og James Connolly er einmitt táknrænn fyrir það bezta í báðum. 198

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.