Réttur - 01.11.1967, Side 19
HAUKUR HELGASON
EFTA
OG
FINN-EFTA
Allt írá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari
hefur mikið verið bollalagt í kapítalistiskum
ríkjum Evrópu um stofnun sameiginlegs mark-
aðar, að gera hugmyndina um frjáls viðskipti
þeirra í milli að veruleika.
A árinu 1948 var Efnahagssamvinnustofnun
Evrópu (OEEC) komið á fót. Að stofnun þess-
ari stóðu 18 ríki: Danmörk, Noregur, Svíþjóð,
Island, Bretland, írland, Frakkland, Yestur-
Þýzkaland, Holland, Belgía, Luxemburg, Ítalía,
Sviss, Austurríki, Spánn, Portúgal, Grikkland
og Tyrkland.
Aðildarríkin hétu að stuðla með sameigin-
legu átaki að aukinni framleiðslu, að bættri
hagræðingu í framleiðslu iðnaðarvara og í
landbúnaði, að útrýmingu atvinnuleysis, að
aukningu verzlunar sín í milli með því að
lækka og að lokum brjóta niður tollmúra og
ryðja úr vegi öðrum tálmunum fyrir slíkum
viðskiptum o. s. frv.
Næstu árin fóru fram miklar umræður, en
hvert ríkið fyrir sig þæfðist við og hélt fram
sérhagsmunum sínum. Málalyktir urðu því
næsta litlar.
Á árinu 1957 skárust úr leik sex af ríkjun-
um og stofnuðu með sér Efnahagshandalag
Evrópu (EBE). Þessi ríki voru Vestur-Þýzka-
land, Frakkland, ltalia, Belgía, Holland og
Luxemburg. Stofnsamningur bandalagsins var
undirritaður í Róm í marz 1957.
Þegar hér var komið hófu 7 önnur af þátt-
tökuríkjum OEEC umræður um samvinnu sín
í milli. Þessar umræður voru teknar upp fyrir
frumkvæði og undir foryztu Bretlands, en hin
ríkin voru: Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Aust-
urríki, Sviss og Portúgal.
Umræðum þessum lauk með stofnun Frí-
verzlunarbandalagsins (EFTA). Stofnsamn-
ingurinn var undirritaður í Stokkhólmi í nóv-
ember 1959.
Á þessum tveim bandalögum, EBE og
EFTA, er mjög mikill eðlismunur. Það eitt er
sameiginlegt með þeim, að í háðum stofn-
samningunum er gert ráð fyrir lækkun og að
lokum afnámi á innflutningstollum og öðrum
tálmunum í samhandi við verzlun með iðnað-
199