Réttur


Réttur - 01.11.1967, Page 20

Réttur - 01.11.1967, Page 20
arvörur. Að öllu öðru leyti er stofnsamningur EBE miklu víðtækari en EFTA-samningurinn. Með EBE-samningnum er ekki einungis gert ráð fyrir sameiginlegum vörumarkaði, heldur er allt skipulag bandalagsins við það miðað, að það verði eitt samfellt ríki í orðsins fyllstu merkingu. Þessu setta marki skal náð með margvísleg- um ráðum: Aðildarríkin skulu á ákveðnu árabili nema úr gildi alla tolla og aðrar hömlur á viðskipt- um með iðnaðarvarning sín í milli. Setja skal á sameiginlegan ytri toll, þ. e. innflutningstoll á vörum frá ríkjum, sem standa utan bandalagsins, og jafnframt taka upp sameiginlega viðskiptastefnu gagnvart þessum utangarðs ríkjum. Fella skal úr gildi allar tálmanir á hreyf- ingu vinnuafls, fjármagns og þjónustu í milli sex-veldanna. Móta skal sameiginlega stefnu í landbúnað- armálum og sj ávarútvegsmálum. Með Rómarsamningnum er sem sé stefnt að samruna nokkurra af ríkjum Evrópu, jafnt á stjórnmálalegu og efnahagslegu sviði. í sam- ræmi við þennan tilgang hafa sex-veldin þeg- ar í vissum tilgreindum málum sitt eigið sam- eiginlega þing, sameiginlega yfirstjórn og sameiginlegan dómstól EBE hefur þegar sína sérstöku sendiherra hjá tugum ríkja. Stokkhólmssamningurinn er miklu lausari í reipunum. Aðalinntak hans er að koma á frj áls- um markaði á milli aðildarríkjanna með því að nema úr gildi verndartolla og aðrar höml- ur á viðskiptum með iðnaðarvörur. Sá reginmunur er á samningunum tveim varðandi viðskipti við ríki utan bandalaganna, að EBE-samningurinn gerir eins og áður segir ráð fyrir sameiginlegum ytri tolli, en sérhvert ríki í EFTA getur sjálft ákveðið sinn ytri toll. Andstætt Rómarsamningnum gerir Stokk- hólmssamningurinn ekki ráð fyrir stjórnmála- legum og efnahagslegum samruna EFTA-ríkj- anna. Á yfirborðinu er Stokkhólmssamningurinn tiltölulega sléttur og fágaður. Þó er í samningn- 200 um að finna varhugaverð ákvæði og verður lít- illega vikið að þeim siðar í þessari grein. Þegar Alþingi það sem nú situr kom saman í október 1967 lýsti forsætisráðherrann, dr. Bjarni Benediktsson, því yfir að ríkisstjórnin myndi vinna að því, að Island gerðist full- gildur aðili að EFTA og jafnframt myndi unn- ið að því að landið fengi einskonar aukaaðild að EBE. Þessi vilji ríkisstjórnarinnar til að tengja Island markaðsbandalögunum í Evrópu er ekki nýr af nálinni. Á árunum 1961 og ’62 hafði hún mikinn áróður í frammi fyrir því að gera ísland að aðildarríki EFTA. Þegar Bretar sóttu svo í fyrsta sinnið um inngöngu í EBE þá söðlaði íslenzka ríkisstj órnin um í einu vetfangi og vildi að landið tengdist EBE. Sem kunnugt er beitti Frakklands-forsetinn, de Gaulle, neitunarvaldi sínu og skaut loku fyr- ir inngöngu Bretlands í bandalagið. Synjun de Gaulle var mikið áfall fyrir ríkisstjórn ís- lands og hafði hún kyrrt um sig um hríð. En á síðasta ári tók hún að bæra á sér á nýjan leik eftir að Wilson, forsætisráðherra Bret- lands, hóf tilraunir sínar til að koma Bret- landi inn í EBE. Vissulega er okkur íslendingum nokkur vandi á höndum vegna þess að nokkuð mörg ríki, sem við höfum haft mikil viðskipli við, hafa myndað með sér bandalög sem girt eru ytri tollmúrum. Á undanförnum árum hafa um það bil 60% af utanríkisviðskiptum okkar verið við þessi ríki, um 40% við EFTA-lönd- in og nálægt 20% við EBE-löndin. Tilvera bandalaganna veldur greinarmun (diskrimineringu) á viðskiptum hinna ein- stöku ríkja. Þannig þurfa Norðmenn ekki að greiða neinn innflutningstoll í Bretlandi af því síldar- og fiskimjöli eða lýsi, sem þeir selja þangað. Hinsvegar þurfum við íslendingar að greiða Bretum slíkan toll af þessum vörum. Hið sama gildir ef við og Hollendingar seljum j

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.