Réttur - 01.11.1967, Side 28
Anglóameríka. Þar mynduðust tvö álíka víð-
lend engilsaxnesk ríki, Kanada, strjálbýlt og
í heildina fremur hrjóstrugt, og Bandaríkin,
geysiauðugt, frjósamt og u. þ. b. tífalt mann-
fleira en Kanada.
í nýlendum Spánverja og Portúgala •—
Rómönsku Ameríku —- varð þróunin öll önn-
ur. Andstætt hinum norðuramerísku nýlendum
Breta, sem sameinuðust í frelsisstríði við ný-
lendudrottnana, splundraðist Rómanska Ame-
ríka í frelsisstríðunum 1810—26 í tvo tugi
Iítilla og vanmáttugra kotríkja. Að vísu slagar
Brasilía, sem jafnframt er langstærst af ríkjum
Rómönsku Ameríku, hátt upp í Bandaríkin að
flatarmáli, en íbúatalan nær aðeins þriðjungi
íbúatölu Bandaríkjanna.
Eftir að Bandaríkin lögðu undir sig helm-
inginn af löndum hins gamla Mexíkós -— frá
Texas til Kalifomíu — í útþenslustríðunum
á framanverðri 19. öld, ráða þau fjórðungi
alls meginlands Ameríku, en íbúatala þeirra
(um 200 millj.) nemur um fimm sjöttu hl.
samanlagðrar íbúatölu allra ríkja Rómönsku
Ameríku (um 240 millj.).
II
Margar og ólíkar ástæður voru fyrir því,
að Anglóameríka, eða nánar tiltekið Banda-
ríki Norður-Ameríku, en ekki t. d. Bandaríki
Mið- og Suður-Ameríku, erfðu hinn rómverska
refsivönd. A tímum amerísku frelsisstríðanna
var England hinn ungi og ört vaxandi krafta-
jötunn meðal hrörnandi nýlendurisa Evrópu.
Lífsglóð franska heimsveldisins átti að vísu
eftir að skjóta ýmsum gneistum, en veldi Spán-
verja og Portúgala var í hraðri hnignun. Ný-
lendur Breta í N-Ameríku tóku Hfsþrótt og
vaxtarmegin móðurlandsins í arf, en nýlendur
Spánverja og Portúgala endurspegluðu staðn-
aða, úrelta og lífvana þjóðfélagsgerð heima-
landanna.
Amerísku frelsisstríðin voru í eðli sínu
þjóðfélagsbyltingar. Hin nýja þróttmikla þjóð-
208
félagsgerð, kapítalisminn, afsprengi iðnbylt-
ingarinnar í Englandi og á Niðurlöndum,
ruddi burt hinu gamla ellimóða veldi lénsaðals
og kirkju. í Bandaríkjum N-Ameríku varð
sigur hins nýja þjóðskipulags hrátt algjör.
Bretar og Hollendingar byggðu hinn tækni-
lega grundvöll auðvaldsskipulagsins, en norð-
urameríska og skömmu síðar franska byltingin
hófu gunnfána þess á loft og breyttu umbrot-
unum í heimsbyltingu. Af logum þeirra kveiktu
frelsishetjur Rómönsku Ameríku, Símon Bolí-
var og San Martín, þá kyndla frelsisins, sem
herir þeirra háru á hálfum öðrum áratug um
allt meginland Suður-Ameríku.
En þar fæddist byltingin andvana. Baráttan
við nýlenduherrana var of auðunnin til þess
að hún næði að sameina þjóðir nýlendanna.
í öðru lagi var Rómanska Ameríka — og er
enn — strjálbýl og ill yfirferðar, og átti það
ekki svo lítinn þátt í að hindra sameiningu
hennar. í þriðja lagi, og þá komum við að
veigamestu orsökinni: byltingarharáttan náði
aðeins til óverulegs hluta íbúanna, kreólanna
(criollos), hinna hvítu afkomenda spænsku
og portúgölsku landnemanna. Kreólarnir, sem
voru lénsk yfirstétt fyrir náð krúnanna í
Madrid og Lissabon, hófu byltingunaogstjórn-
uðu henni, en mikill meirihluti íbúanna —
mestízarnir (mestizos), kynblendingar Spán-
verja og Indíána, Indíánarnir (Indios), sem
enn, þrátt fyrir allt, voru drjúgur helmingur
íbúanna á stórum landsvæðum og sverlingj-
arnir (negros), þrælar, fluttir inn frá Afríku,
— tóku lítinn eða engan ])átt í henni.
Yfirstéttarbyltingar hafa alltaf verið yfir-
borðsbyltingar. Yfirstétt Rómönsku Ameríku
hampaði að vísu hugsjónum norðuramerísku
og frönsku byltinganna og að sönnu hrundi
spilaborg spænska og portúgalska nýlendu-
veldisins, en alþýðu Rómönsku Ameríku var
ekki boðið í sigurveizluna: hlutskipti hennar
versnaði í ýmsu tilliti við það að vellauðug,
gráðug og framtakslaus innlend valdaklíka
hrifsaði völdin, bútaði álfuna niður í smáríki,
sem sjaldan sátu á sátts höfði hvert við annað,
og rataði síðar í ánauð erlends peningavalds.