Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 30

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 30
byggja upp nútíma iðnað. Hafi hann risið upp, þá hefur það fyrst og fremst gerzt fyrir tilstilli erlends auðmagns. Fyrirtækin hafa síðan að mestu haldizt í höndum erlendra að- ila og ekki komið innlendri borgarastétt, hvað þá þjóðarheildinni, að verulegum notum. 2) Stöðugt skerandi landhungur sveitaalþýð- unnar hefur beinlínis neytt stóra hluta hennar til að flýja sveitina og setjast að í „slömmun- um“ í útjöðrum stórborganna. Hvergi í heim- inum hafa borgir vaxið með þvílíkumhraðaog í Rómönsku Ameríku: um aldamótin höfðu að- eins 10 borgir meira en 100 þús. íbúa og sú stærsta aðeins 700 þús. Nú eru 12 borgir með yfir 1 millj. íbúa og fjórar þeirra teljast með- al fimmtán stærstu borga heims: Buenos Aires, Rio de Janeiro, Sao Paulo, Mexíkó, en íbúa- tala þeirrar síðastnefndu hefur til að mynda meir en þrefaldast frá 1945. Þótt sveitafólkið sjái borgirnar fyrir sér í gullnum dýrðarljóma fara flestir, sem þangað flýja, aðeins úr ösk- unni í eldinn. Enda er auðvelt að ímynda sér hvílík óleysanleg vandamál svo snögg útþensla borganna hefur skapað, jafnvel þótt vilji og geta væri fyrir hendi til að leysa þau. Enda þótt alþýða Rómönsku Ameríku búi í ýmsu tilliti við betri kjör en þar sem verst gerist í Asíu og Afríku eru þau hörmulega lé- leg á mælikvarða Evrópubúa. Álitið er að um 50% íbúa Rómönsku Ameríku hafi 720 Banda- ríkjadollara (ca. 6840 ísl. kr. á núv. gengi) í árstekjur að meðaltali. Eftirfarandi tafla sýnir ljóslega mismuninn á persónulegri neyzlu eftir þjóðfélagsstöðu: Hundraðst. HundraOst. af heildar- af ibúafj. neyzlu 5% (yfirstéttin) neyta ............ 30% 45% (millistéttin) neyta............... 50% 50% (lágstéttin) neyta.............. 20% Enda þótt gert sé ráð fyrir gífurlegri óhófs- neyzlu yfirstéttarinnar og hluta millistéttanna, tala þessar tölur þó skýru máli um hin bágu kjör lágstéttanna. Ofan á næringarskort, klæð- 210 leysi, heilsuspillandi og ófullnægjandi hús- næði, sjúkdóma og mennlunarleysi hætist svo það, að viðkoman er lang örust hjá þeim fá- tækustu. í Argentínu, Uruguay og á Kúbu hefur nokkurnveginn tekizt að vinna bug á ólæsinu, en í þorra annarra ríkja Rómönsku Ameríku er meir en helmingur — á Haiti 89% — íbúanna ólæs og óskrifandi. 3) Svo einkennandi sem fyrrgreind tvö at- riði eru fyrir obbann af vanþróuðum ríkjum allra heimshluta, þá komum við nú að hinu sígildasta einkenni allra vanþróaðra landa: einhæfri hráefnisframleiðslu til útflutnings. Mörg ríki Rómönsku Ameríku hafa að þessu leyti alls ekki yfirunnið frumbýlingshátt ný- lendustigsins. Tökum örfá dæmi af handahófi: um 98% útflutnings Bólivíu er málmgrýti (þar af 60% tin), 90% af útflutningi Guatemala er kaffi, Haiti 60—65%, Brasilíu 60%. Kaffi og ein til þrjár aðrar nytjajurtir nema 92% af útflutningi Costa Rica, 90—95% af útflutn- ingi E1 Salvadors, 86% af útflutningi Ekva- dors. 68% af útflutningi Chiles er kopar. Fyrir byltinguna á Kúbu nam reyrsykur allt að 78% af útflutningi eyjarinnar. Þessi ein- hæfa útflutningsframleiðsla gerir útflutnings- tekjur viðkomandi ríkja algjörlega háðar sveiflum heimsmarkaðsverðsins á þessum vörutegundum. En á síðari árum hefur afkoma þeirra yfirleitt farið hríðversnandi vegna þess að hráefni hafa almennt lækkað í verði á heimsmarkaðnum um leið og fullunninn iðn- varningur liefur stigið í verði. NOKKRAR HEIMILDI'R: George Pendle: A Ilistory of Latin America, Pengnin 1965. Ilarold Blakemore: Lalinamerika, Oslo 1966. Arnold J. Toynbee: The Economy of the Western Hemisphere, London 1962. Pax nr. 6 1 967, sérhefti um Rómönsku Ameríku.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.