Réttur


Réttur - 01.11.1967, Page 31

Réttur - 01.11.1967, Page 31
JAIME GONZALEZ UPPREISNARHERINN í KÓLUMBÍU Tvö undanfarin ár, 1966 og 1967, hefur skæruhernaður vopnaðra bænda undir for- ystu kommúnista færst í aukana í Kólumbíu. Aðalsamtökin, sem að þessum skæruhernaði standa, heita „Fuerzas Armados Revolucion- arias de Columbia“, eða FARC (Vopnað bylt- ingalið Kólumbíu). í byrjun október s.l. hélt herstjórnin fund til þess að líta yfir farinn veg og meta ástandið. Það hefur komið í ljós að skæruliðar FARC hafa staðist vel þær árásir, sem ríkisstjórn Lleras Restrepo hefur gert á þá með banda- rískri aðstoð, og hafa þær árásir þó verið mjög harðvítugar. Ríkisstjórn afturhaldsins hefur gripið til æ meiri harðstjórnar. Pyntingum og aftökum án dóms og laga er heitt í æ ríkari mæli. Kommúnistaflokkur Kólumbíu ákvað þegar á 10. flokksþingi sínu í janúar 1966, að óhjá- kvæmilegt væri að grípa til vopna og beita þeirri baráttuaðferð við hliðina á löglegri haráttu í bæjunum. Hefur reynslan sannað hve óhjákvæmilegt það var. Var FARC raun- verulega stofnað í apríl 1966 með því að sam- eina skæruliðana í Marquetalia, Rio Chiquito, Pato og Guayabero, ennfremur hreyfingu þá, sem kennd er við 26. september og skærulið- ana í suðurhluta Tolimo. Þannig varð alþýðu- her Kólumbíu til. Foringi hans varð Manuel Marulanda Velez, herstjóri FARC og meSlim- ur miðstjórnar Kommúnistaflokksins. Vorið 1967 hóf skæruliðaherinn sókn og brauzt fram til Valle del Cauca og Quindio- héraðanna, en þar er þéttbýlt og iðnaður all- mikill. Ennfremur eru þar mikil kaffiræktar- svæði. I október var hafin sókn af hálfu FARC í norðurhluta landsins, í Santander-héraðinu, og kennd við Che Guevara („Operation Che Guevara“). FARC heyr því barátlu nú bæði norðan til, sunnan til og í miðju landi. Hefur Kommún- istaflokkurinn undirbúið jarðveginn með ára- tuga starfi meðal bænda. Þegar stjórnarher- inn réðst á bændaherina ó þessum slóðum, svöruðu þeir með skyndiáhlaupi á höfuðborg- ina. FARC leggur mikla áherzlu á að halda sem beztu sambandi við bændaalþýðuna. í ályktun skæruliða segir: „Við vitum að það er löng barátta framundan. Við höfum misst margt manna. En við vitum að leppstjórn auðvalds- ins, sem rekur erindi bandarísku heimsvalda- stefnunnar, getur ekki leyst vandamálin. Eina 211

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.