Réttur


Réttur - 01.11.1967, Page 42

Réttur - 01.11.1967, Page 42
RITSJÁ Annelie und Andrew Thora- dike: Das russische Wunder. — Dietz Verlag 1967. Af mörgum ágætum bókum, sem komu út til þess að minnast 50 ára afmælis rússnesku byltingarinnar, er þessi einhver sú fallegasta og skemmtilegasta. Höfundarnir eru kunnir af kvik- inynd þeirri, er þau hafa gert um Sovétríkin og nota mikið af því efni í þessa bók. Skiftu þau bókinni í tvennt: Fyrri hlutinn er um á- standið í Rússlandi fyrir byltinguna og fram til 1931. Síðari hlutinn er Sovétríkin 1961 og síðar. I>að, sem er sérstaklega fróðlegt, cr sá aragrúi mynda og upplýsinga, sem þau hjónin hafa safnað og lýsa lífinu hjá yfirstétt Rússlands ann- arsvegar og alþýðunni hinsvegar fyrir hyltinguna og tekstar þeir, sem með fylgja, eru yfirleitt vel valdir. Sú innsýn, er þessar upp- lýsingar í orði og mynd veita í ástand rússnesku þjóðarinnar fyrir 1917, er ógleymanleg. Þá er ekki síður sterk myndin, sem dregin er upp af borgarastyrjöldinni og inn- rás liinna 14 auðvaldsríkja. Gífur- leg vinna og djúpur skilningur liggja á bak við þetta verk. Ætti það vissulega erindi til allra þeirra, sem vilja meta óhlutdrægt hvert af- 222 reksvcrk sovézkra alþýðan vann með ]iví að bjarga byltingu sinni í baráttu við allan heiminn. Síðari hlutinn sýnir svo umsköp- un þjóðfélagsins og niannfólksins á grundvelli þeirrar byltingar, er fólkið hafði gert og varið. Þar eru m. a. rakin örlög fjölmargra ein- staklinga, sem táknræn eru fyrir breytingarnar. Að síðustu er þar æfisaga Jemeljanows prófessors í myndum og texta — og er ofurlítið af því hagnýtt í þessu hefti Réttar. Bókin er um 460 síður með 800 myndum (sumum af skjölum), völd- um úr 4000 Ijósmyndum og 200.000 metrum kvikmynda. Jelisaweta Drabkina: Schwarzer Zwieback —Dietz Verlag. Berlín Þessi bók er, næst á eftir hinni heimsfrægu bók Johns Reed: „Tíu dagar sem skelfdu heiminn", ein- hver sú fegursta endurminningabók, sem ég hef lesið um rússnesku bylt- inguna. Höfundurinn var 16 ára gömul stúlka, er byltingin hófst. Foreldrar hennar voru bæði bolshe- vikkar, faðirinn einn af stjórnend- um uppreisnarinnar og síðar hers- höfðingi í Rauða hernum í borg- arastyrjöldinni. I þessari bók eru dásamlega rit- aðar lýsingar á hversdeginum hinna ógleymanlegu daga, sem útkljáðu örliig sósíalismans á þessari öld, — einnig frásagnir frá ýmsum þáttum í undirbúningi byltingarinnar, sem varpa sérstöku Ijósi á þessa viðburði heimssögunnar. Lýsingarnar á þeim fjölda manna, er Drabkina kynnist, eru framúrskarandi vel gerðar og ótal atvik, er hún lýsir, svo tákn- ræn. Hún er nákunnug öllum þeim mönnum, er þarna koma við sögu: Lenin, Swerdlow, Yrjö Sirola o. fl. o. fl., — en þó frainar öllum John Reed. Meiri hluti bókarinnar er um hann. Og hún reynir þarna að segja frá ótal mörgu, sem hann ætlaði að skrifa um, en vannst aldrei tími til. Hún var og túlkur fyrir hann. Sömu- leiðis fyrir Malone, sem skrifaði „The Russian Republic", er út kom í London 1920 og var eitt heimild- arritið fyrir „Byltinguna í Rúss- landi“ 1921 hjá Stefáni Péturssyni. Þessi bók er skrifuð af mikilli list og ótrúlegum eldmóði, ekki sízt þegar þess er gætt að höfundur rit- ar hana á árunum 1956 til 1961, en hafði áður dvalið í fangabúðum í Sovétríkjunum frá því 1937 til 1954, ranglega ákærð eins og fleiri góðir kommúnistar á þeim tíma. Er þessi bók því um leið einstakt dæmi um sálarþrek og sannfæringarkraft hinna beztu rússnesku kommúnista. Jewgenija Semjonowna Gins- burg: Marschroute eines Lebens — Rowohlt. Hamburg 1967 Þessi endurminningabók er eftir rússneskan kommúnista, aðra konu, sem eins og Elisabeta Drabkina verður fyrir því að lenda í fanga- búðum í Sovétríkjunum frá því 1937 og framundir 1956. Hún var gift einum trúnaðarmanni Komm- únistaflokksins, — forystumanni í Kasan, — og nafn hennar þá: Jew- genija Semjonowna Aksjonowna. Hún var sjálf og er ákveðinn komm- únisti og efaðist aldrei unt réttmæti stcfnunnar og hugsjónarinnar í öll- um þeim þrengingum, sem hin skelfilega, rangláta fangahúðarvist var. Frásögn hennar er frá því þegar hin ranglátu málaferli, ofsóknirnar og móðursýkin í sambandi við þau, eru að hefjast (1934—37) og síðan

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.