Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 5

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 5
150 ára minning: Steingrímur Thorsteinsson hugsjóna- og þjóðfrelsisskáldið Sósíalisminn á íslandi, verklýðshreyfing hans og flokkur, geta litið með stolti til baka, er þau fyrir 30 árum sigruðust á kúgunartilraunum afturhaldsins og afnámu örbirgðina á íslandi, — og hafa síðan í 30 ár staðið í vörn og sókn til að festa í sessi þann sigur, er verkalýðurinn vann 1942—44. Sósíalistisk verklýðshreyfing íslands þarf líka að líta með stolti og stórhug til framtíðarinnar, ala hjá sér þá djörfung og sigurvissu, að hún megi leiða þjóðina til framtíðarlands manngildis- ins, jafnaðarins og þjóðfrelsisins. En sósíalístisk hreyfing á íslandi þarf einnig öðruhvoru að líta til baka á sögu vors lands, til þess að minnast með hlýju, virðingu og þakklæti þeirra, sem barist hafa forðum — undir miklu erfiðari kringumstæðum en við nú, — gegn afturhaldi og yfirstétt landsins, en fyrir frelsi þess og íbúa þess, fyrir hugsjónum, sem eru skyldari okkar en flesta grunar, þótt engir möguleikar væru þá á framkvæmd þeirra. Steingrímur Thorsteinsson skáld er einn þessara manna. I. Þjóðfrelsisskáldið róttæka Steingrímur Thorsteinsson (1831 —1913) er vafalaust í augum fjölmargra íslendinga í dag fyrst og fremst rómantíska tilfinninga- skáldið, sem orti hin brennandi kvæði um ástina, náttúruna, mannlífið almennt, sem enn ylja mönnum um hjartaræturnar, enda sungin inn í sál þjóðarinnar. En einmitt þetta rómantíska skáld var um leið eitt róttækasta þjóðfrelsisskáldið, sem við höfum átt. Það eru tvær hliðar á róman- tíkinni, henni hafa tilheyrt bæði þau skáld, er skarpast deildu á nútímann og sungu um draumsýn framtíðarinnar, sem og hin, sem hurfu aftur í forna tíð, gerðu hana glæsilega til þess að gleyma aumri tilvist samtímans. Steingrímur var ekki aðeins fylgismaður, félagi og aðdáandi Jóns Sigurðssonar í sjálf- stæðisbaráttunni, heldur orti hann og fjölda ættjarðar- og baráttu-kvæða, sem forðum, er hörð var baráttan við danska valdið, voru á hvers manns vörum og sungin við raust. Steingrímur var ásamt fleiri ágætum mönnumn einn af stofnendum ,,Atgeirsins”, þeirra leynisamtaka, sem átti að halda uppi vörn og sókn fyrir málstað íslendinga erlend- is og afla þeim málstað fylgis meðal áhrifa- ríkra útlendinga. Mun ,,Atgeirinn” hafa verið stofnaður 1870 eða 1871. (Sjá nánar um hann í grein Runólfs Björnssonar í 181

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.