Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 47

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 47
utan líf flestra íslendinga og fleiri. Bandaríkjastjórn háði — 7 ár stríð í Vietnam. Það var lítið stríð í samanburði við það atomstríð, sem Itún óskar eftir að Evrópunienn heyi innbyrðis. En hvað kostuðu t.d. bara flugvélarnar þá, sem Bandaríkjamenn misstu? 8000 flugvélar voru skotnar niður þar. Stykkið af Pantom-flugvélunum kostaði 6 miljónir dollara, af B 52 vélunum 8 miljónir dollara, af F III 15 miljónir dollara. — Reiknið út hvað þær kosti samanlagt. Ef við reiknum með 10 milj. dollara meðalverði þá, yrði þetta 80.000 miljónir dollara — dýrasti ruslahaugur sögunnar — og aðeins hluti stríðskostnaðarins. Hvað yrði þá nú? Og ef við færum svo að reikna hvað það kostaði að drepa mennina? Það kostaði Bandarískjastjórn 50.000 dollara að drepa hvern þann Vietnam-búa, sem þeir myrtu. Evrópu-búar myndu líklega selja líf sitt dýrar en ein fátækasta þjóð heims, Vietnam- ar, gátu gagnvart ríkasta og voldugasta her- veldi heims. Á það að vera hið síðasta og — göfugasta — hlutverk íslensku þjóðarinnar að gera það ódýrara fyrir Kanann að láta myrða Evrópu- búa, — ódýrara með því að Ijá morðingjunum land vort sem brúarstólpa — og fórna svo lífi þjóðar vorrar fyrir? Hvað getur brjálsemin orðið mikil með stöðugum heilaþvotti íslendinga — líka í borð um flugvélamóðurskipum? Nato — Tyrkland Það fór sem Réttur spáði í síðasta hefti að Bandaríkjastjórn myndi Ieggja blessun sína yfir herforingjaeinræðið í Tyrklandi, fang- elsun þúsunda lýðræðissinna og fjöldamorð harðstjórnarinnar. Og Bandaríkjastjórn lætur ekki þar við sitja: Hún sendir morð- stjórninni tyrknesku vopn og fé, svo hún megi sem ötulast halda harðstjórn sinni áfram. Það er greinilegt, ekki aðeins af að- stoð hennar við fasistastjórnir E1 Salvador, Guatemala og Chile, heldur og af hjálpinni við herforingjaeinræðið í Tyrklandi að Bandaríkjastórn lítur á sig sem sérstakan verndara fasistastjórna hvar sem er í heimin- um. Hún lætur ekkert ,,lýðræðis”þvaður hindra sig í að sýna hug sinn allan. Það bíða 52 fangelsaðir verkalýðsforingj- ar Tyrklands dóms, sem gæti orðið dauða- dómur, — ef verkalýðssamtök Evrópu þora ekki af ótta og undirgefni við auðvaldsstjórn Bandaríkjanna að mótmæla. Það voru strax 30 þúsundir Iýðræðis- sinna hnepptir í fangelsi í Tyrklandi, eftir að herforingjaráðið braust til valda, fangelsaði fyrrv. forsætisráðherra sósíaldemokrata, Ecevits, — rak ríkisstjórnina frá, — bannaði alla stjórnmálaflokka — stal öllum eignum þeirra — og var búið að láta myrða um 100 manns síðast þá fréttist. Það hefur ekki heyrst mikið um mótmæli gegn þessari Nato-fasistastjórn frá íslandi. Er t.d. stjórn Alþýðusambandsins alveg sama um þó verkalýðssamtök séu bönnuð og verkalýðsforingjar drepnir, ef það eru bara Nato-stjórnir, sem morðin fremja. — Ógæfa Póllands, sem á sér dúpar rætur, er engin afsökun fyrir því að þegja við fasistískri verkalýðskúgun í Tyrklandi eða E1 Salvador, bara af því auðvaldsstjórn Bandaríkjanna vill svo vera láta. 223

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.