Réttur


Réttur - 01.10.1981, Page 36

Réttur - 01.10.1981, Page 36
Hetjur verkalýðsins Antonio Maidana Meðal þeirra tugþúsunda verkalýðs- og þjóðfrelsissinna, sem þjást í fangelsum og fangabúðum herforingjaeinræðis í Suður- Ameríku, sem stutt er beint eða óbeint af bandaríska auðvaldinu, er Antonio Mai- dana. Maidana varð 65 ára 25. október 1981 og var þennan afmælisdag sinn í fangelsi. Alls hefur hann setið 21 ár af lífi sínu í fangelsi Antonio Maidana fyrir það að heyja ótrauður baráttu fyrir frelsi verkalýðsins í Paraguay, fyrir að vilja losa þjóð sína undan einræði herforingja- klíknanna, sem kúgað hafa nú þjóðina í 45 ár. Frá 1958 er það fasistinn Stroessner, sem hefur völdin og safnar að sér fasistisku ill- þýði allsstaðar úr heiminum, ekki síst þýsk- um nasistum. Bandaríska auðvaldið er góður vinur hans og verndari. Antonio Maidana hóf snemma baráttu sína. Fæddur 1916, sonur kennara, er hann 1937 orðinn formaður Sambands lýðræðis- sinnaðra stúdenta. 1936 hafði hann gengið í Kommúnistaflokk Paraguay, er stofnaður var 1928, en fékk aðeins að starfa löglega í 6 mánuði. Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni fyrir frelsi hinna vinnandi stétta. Sem for- maður Kennarasambands landsins stjórnaði hann verkfalli 1941, er varð hið mesta verk- fall kennara og stúdenta í sögu landsins. Hann var fangelsaður og dæmdur til dauða, en vegna gífurlegra mótmæla var dómnum breytt í ævilangt fangelsi. En Antonio tókst að flýja úr fangabúðum þeim, sem hann var settur í, og hóf leynistarfið að nýju. 1947 lendir hann enn í fangelsi eftir harða baráttu alþýðu, en tekst samt að flýja nokkru síðar. Kommúnistaflokkurinn hafði 1949 kosið Antonio í miðstjórn flokksins og síðan í framkvæmdanefnd hans. Á árinu 1958 var komið á harðvítugasta fasistaeinræði í Paraguay. Brátt kom Antonio ásamt tveim 212

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.