Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 24

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 24
fárra hendur, — en miljónir barna, kvenna og karla dóu úr hungri á ári hverju, þótt gnótt matar vœri til í veröldinni. Sá nú Andskotinn illskuflár sér leik á horöi til að sigra í þessu árþúsunda tajli lífs og dauða við þann Drottinn lífsins, er eitt sinn hafði steypt honum niður til Heljar. Hann fór í eigin persónu upp á jörðina til fundar við hina auðugustu og ágjörnustu og fœrði þeim Vítis-vél að gjöf. Hann lét þá sannprófa með manndrápi hundruð þúsunda með tveim smá-vítissprengjum, hvílík ósköp þeir gœtu drepið af þeim, sem skorti allt og sœju ofsjónum yfir auð þeirra. Andskotinn gekk stoltur frá logandi víti á jarðríki í borgunum tveim og auðmennirnir óseðjandi og herkóngar þeirra klöppuðu honum lof í lófa fyrir afrekið, unnið með hans góðu gjöf. Mamnwn, þjónn hans, kom auðmönnum heims í skilning um að því meira sem þeir létu framleiða af þessum stórvirku vélum Vítis, því meira fé græddu þeir. — Og fram- leiðsla Vítisvélanna óx, uns nóg var til þess að drepa hvert mannsharn á jörðinni sex sinnutn. Þá hrosti Satan, er hann leit yfir þetta verk sitt og þjóna sinna — og sá að það var harla gott. Nú loks væri hægt að útrýma öllu því mannkyni, er Drottinn aUsherjar eitt sinn hafði skapað og jafnvel sent son sinn til að leiðheinaþvífram tilguðsríkis á jörðu. Nú sá Satan að sigurinn var hans. Það þyrfti aðeins að styðja á einn takka, svo óskir han rættust. Og Andskotinn steytti hnefann sigri hrós- andi gegn himnum og hvœsti stoltur:,, Hvað er nú orðið um allt þitt verk, gamli gaur. Innan stundar verður þessi geislavirka jörð hyggð minum skrímslum, sem ég hef skapað og aldrei munu t'dhiðja þig. Þú hefur tapað". Og hinn gamli gráskeggjaði Guð Alhert Ein- steins, — sem eitt sinn var Drottinn allsherj- ar yfir jarðríki — sat lengi hugsi, hryggur og sár yfir sigrum Satans og óförum sínum og stundi: Rörnin min, œtlið þið að yfirgefa mig og láta Satan eyða í eldi í einu vetfangi öllu okkar sköpunarverki um miljónir ára? — Og beygður gekk hann á fund sonar síns og sagði: Er þess nokkur von, sonttrsœll, að þú fœrir aftur á mannanna fttnd og gœtir inn- hlásið þá þeittt attda, að hreyta sverðunutn nýju í plóga fyrir þá fátæku, svo þeir mættu allir lifa og Satan yrði af hráð sittni og yrði hrott varpað úr ríki Mamtsins sona sem héðatt frá ntér forðum. — Svarið var: Eg skal fara, J'aðir sæll, en nú mun ég segja systrum mínunt og hræðrum: Eg mun lifa með ykkur, herjast og deyja, ef svo vill, — en sjálf verðið þið að frelsa ykkttr frá Vítis- eldinum. Eg get ttú aðeins hvatt ykkur til dáða, ett ekki dáið fyrir ykkttr — það eitt myndi eitgan frelsa. Frelsun mannkyns frá þeint Vítis-eldi, sem nú er kveiktur, verðttr að vera ykkar eigið verk. — Ett við þá, sem valdið hafa hættunni triun ég segja: Vei yður auðmenn, því þér hafið tekið út hiiggttn yðar. — Og við þá, settt nú hlekkja fólkið, mun ég segja: Þér hrœsnarar, þér farisear, hvernig fáið þér umflúið helvítis dóm? En við alla þá, setit erfiði og þiinga eru hlaðnir, tnun ég segja: Takið höndum saman um heim allan, sendið Vítisvélarnar þangað sent þær koittu J'rá og Mammon, erindreka þeirra með. Þá muniiin við öll hafa sigrað santan og getuni hyggt það friðarríki, er ég forðtim hét ykkur. ■— Og ,,heimsins friðarhöfðinginn5" kvaddi föður sinn og sté ttiður til jarðar á ný. 200

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.