Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 31

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 31
Ingjaldur í Hergilsey, landseti Barkar digra, svarar landsdrottninum, er hann krefst framsals Gísla og hótar honum bana ella: ,,Ég hefi vond klœði og hryggir mig ekki þó ég siíti þeim eigi gerr; og fyrr mun ég látu lífið enn ég geri ekki Gísla það gott, sem ég má og firra hann vandræðum2. ” Auður Vésteinsdóttir segir, er htin rekur mútusjóðinn á nasir Eyjólfi gráa: ,,Haf þú þetta fyrir auðhyggi þína og hvert ógagn með. Engin von var þér þess að ég myndi selja bónda minn í hendur illmenni þínu. Haf þú þetta og bæði skömm og klæki. Skaltu það muna, vesæll maður, meðan þú lifir, að kona hefur barið þig; enn þú munt ekki að heldur fá það, sem þú vildir.” — Stökk blóðið um Eyjólf allan. Þannig standa andstæðurnar í íslenskri sögu í lok 10. aldar: tryggðin, manndómur- inn, frelsisástin í persónu Auðar, Ingjalds og Gísla andspænis „höfðingjunum”, Eyjólfi grá og Berki digra, er trúa og treysta á gullsins mátt og valdið, er þeir héldu mann- gildinu voldugra. Gísli Súrsson fellur eftir hreystilega vörn, en málstaður hans sigrar á næstu öld. II. Frjálst bændasamfélag í eina öld Það virðist hafa farið fram hjá mörgum sagnfræðingum, hver gerbreyting verður á íslensku þjóðfélagi á fyrstu áratugum 11. aldar, er höfðingjavaldinu mistekst að sigra og festa sig í sessi, en frjálst samfélag sjálfs- eignabænda setur mark sitt á íslenska þjóð, svo eigi urðu upprættir eðliskostir hins frjálsa manns, þótt yfirstéttardrottnun síðar tæki við um aldir. En það fór ekki fram hjá Ara fróða, hvað gerst hafði — og reit hann þó íslendingabók eftir fyrirsögn kirkju-höfðingja. En þar segir: „Skafti (Þóroddsson) hafði lögsögu 27 sumur. Hann setti fimtardómslög og það að engi vegandi skyldi lýsa víg á hendur öðrum manni en sér, en áður voru hér slík lög um það sem í Noregi. Á hans dögum urðu marg- ir höfðingjar og ríkismenn (þ.e. valdsmenn) sekir eða landflótta um víg eða barsmíðar af ríkis (þ.e. valds) sökum hans og landstjórn.” (Innskot og leturbreyting mín) Það er engu líkara en Ari væri hér að lýsa bændaleiðtoga, er sigrað hefði í átökum við höfðingjavald, er lotið hefði alveg í lægra haldi. Og eftir 1030 var forðum talið að tekið hefði við „friðaröld”, uns höfðingjavald aftur tók að reisa sig og sölsa undir sig jarð- eignir í krafti tíundarinnar.3 Þetta tímabil bændavaldsins á máske að nokkru hliðstæður á afskekktum stöðum í Evrópu aðalsveldisins, svo sem Ditmarschen, Sviss, Kákasus eða Kataloníu, en „friðaröld- in” verður alveg sérstæð í sögunni vegna bókmenntaarfsins, er hér skapast. Frásagn- irnar af allri umbyltingaöldinni á undan (930—1030) og hinum sérkennilegu persón- um hennar ganga mann fram af manni, kyn- slóð eftir kynslóð, — og eru síðan mótaðar og ritaðar niður af munkum, sem virða hinar heiðnu dyggðir og eru flestir jafn lausir við ofstæki kristninnar eins og Þorgeir goði sjálfur, er kom kristni hér á, máske fyrst og fremst af „diplomatískum” ástæðum til að firra landið ágengni Noregskonungs. Það er um leið táknrænt, máske sem endanlegur ósigur höfðingjavaldsins um aldarbil, er Ólafur hinn digri Noregskonung- ur biður íslendinga um Grímsey — og höfð- ingjarnir (Guðmundur ríki) vilja strax veita konungi aðstöðu þá, — að þá er það blátt áfram bóndi einn, Einar Þverœingur, sem heldur hina sígildu ræðu gegn herstöð 207

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.