Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 35

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 35
Bíiro) miðstjórnar sovéska Kommúnista- flokksins liggja ekki á glámbekk og þótt þar kunni stundum að vera hart deilt um ýmsar ráðstafanir, þá er hafður sá lýðræðislegi háttur á að meirihlutinn ræður, en hinsvegar ríkir sá agi og eining út á við að sjaldnast vitnast hverjir kynnu að hafa verið í minni- hluta. Ég ætla því að minnast á eina slíka að- gerð, sem ég hef sjálfur deilt á í þessu riti, sökum þess að höfundur einnar ævisægu Breschnews, Michael Morozow, Rússi að uppruna, en mikill andstæðingur Sovét- stjórnarinnar, starfandi í Vestur-Þýskalandi, staðhæfir í riti þessu, að innrásin í Tékkó- slóvakíu 1968 hafi verið samþykkt i frant- kvæmdaráðinu með eins atkvæðis mun, 6 gegn 5,'Og meðal þeirra, er atkvæði greiddu gegn hafi verið Suslow ásamt m.a. Kosygin og Podgorny, forseta og forsætisráðherra. Byggir Morozow staðhæfingu sína á því að Husak, forseti Tékkóslóvakíu, hafi veitt þeim sex æðsta heiðurstákn ríkisins, en hinum fimm ekki. — En hvað sem vera kann um slíkt, verður ei sannreynt nú, en ef til vill leiðir sagan það í ljós einhvern tíma seint og síðar meir. Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna mun nteta Suslow sem einn sinn ágætasta félaga í marxisma og sósíalistiskri alþjóðahyggju. En vér íslendingar skulum ekki gleyma þeirri þakkarskuld sem vér eigum Suslow og flokki hans að gjalda fyrir drengilegan stuðning, er vér stigum fyrstu og erfiðustu sporin til að öðlast valdið yfir fiskveiðiland- helgi vorri og háðum um leið harða baráttu fyrir viðskiptalegu sjálfstæði voru. Því skal Michael Suslows minnst og hon- um þakkað fyrir þátt hans í þeirri baráttu, nú þá hann er allur. Einar Olgeirsson. Michacl Suslow SKÝRINGAR: 1. Lesa má um þessa viðureign Islendinga við Nato- ríkin í „inrtlendri víðsjá” Brynjólfs Bjarnasonar í „Rétti” 1952, bls. 246—247, og 1953, bls. 219—220. 2. Það væri öllum íslendingum hollt að lesa grein Magniisar Kjartanssonar i „Rétti”: „Átökin um landhelgisinálið. — Hvað gerðist bak við tjöldin?" til þess að vita allan sannleikann um þá baráttu innanlands og utan sem háð var við Nato og of- stækisfulla, íslenska erindreka þess bandalags, er börðust gegn lífshagsmunum íslendinga, meðan þeir máttu. Sú grein er og til sérprentuð. 211

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.