Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 12

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 12
I'orsteinn ló lingsson. Steingrímur ein fegurstu eftirmæli sín eftir hann. Þar er þessi áminning til íslendinga og íslands.: ,,Og haltu minning, móðurláð! þess manns í hreinu gildi. Sem hefði blóði feginn fáð hvern flekk af þínum skildi.” * Það er sem góðar vættir hafi snemma viljað tengja Þorstein Erlingsson við sósíal- ismann og boðbera hans. Árið 1873 var William Morris, hinn mikli íslandsvinur og síðar breskur sósíalistaleið- togi, á síðari íslandsferð sinni. Er hann segir frá þeim ,,dinner”, miðdegisverði, er Jón í Hlíðarendakoti bauð honum í 23. júlí og þeir borðuðu úr öskum sitjandi á baðstofurúm- unum, þá kvað hann ungling einn hafa setið á rúminu andspænis sér og greitt hár sitt9. Mun hér vera um að ræða Þorsteins Erlings- son, 15 ára að aldri. Þorsteinn orti síðar fyrir munn Jóns í Hlíðarendakoti kvæðið: ,,Til frú Morris í Lundúnum”, en hún hélt áfram eins og Morris hafði gert að senda Jóni 10 sterlingspund á ári hverju. — Það er fagurt kvæði, og ekki laust við ádeilu á nánasahátt vissra aðila hér heima. Svo var það árið 1876 að þeir Steingrímur og Matthías voru á ferð í Fljótshlíð og ,,fundu” pilt. Leist þeim svo vel á ,,fund- inn” að þeir styrktu Þorstein Erlingsson til náms, er hann hóf í Latínuskólanum 1877. Kenndi Steingrímur honum það, sem þurfti til inngöngu, og hófst með þeim sú ágæta vin- átta, er hélst meðan báðir lifðu — og varð skammt milli þeirra (Steingrímur deyr 1913, Þorsteinn 1914). Það er engum efa bundið að Steingrímur hefur haft mikil áhrif á Þorstein. Það er ekki aðeins ljóðagerðin, eins og þau kvæði Þor- steins, sem rituð eru í skólabók ,,Framtíðar- innar, bera svo augljósan vott um. Þau sex ár, sem þeir eru mikið saman hér og svo öll bréfaviðskiptin, hafa áreiðanlega eins og Hannes Pétursson réttilega getur til í ævi- sögu Steingríms (bls. 250—251) lagt andlega grundvöllinn að því róttæka ádeilduskáldi á yfirstétt samtíðarinnar, sem Þorsteinn varð. Að hve miklu leyti beinar sósíalískar hug- myndir hafa þegar búið í honum áður en hann fer til Hafnar, verður ekkert fullyrt, en með öllum þeim þýsku áhrifum, sem Stein- 188

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.