Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 8

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 8
íslandi að engu gagni, heldur staðhæfði að ætlun hennar væri „að miklast fyrir augum íslendinga með stjórnarlegum myndugleik og háum tekjum og danisera þá smá- saman.”2 Og í bréfum sínum er hann óspar á fordæminguna á þessum yfirstéttarlýð. Þannig ritar hann í einu bréfinu -1.: „Embættismannaklíkan, sú finsensk- stephensensk-melsteðsk-thorsteinsensk- jónasensk-hávsteinska er að streitast við að terrorisera bæinn og mynda einhvers konar aristokratiska svínabendu, baseraða á óþjóð- erni, drembilæti, ranglæti, rógi, heimsku etc. — en hún er farin að eiga erfiðara og mun varla langt að bíða, að móti henni rísi annar flokkur stærri eða progressista flokk- ur, og stendur mest á því, að menn hafi hús til að mynda stóran bæjarklúhb í þjóðlegum anda og framfaralegum tilgangi, — því nú er svo komið að fjöldi manna myndi fylla þann flokk. (20. mars. 1885) Skal andstyggð Steingríms á þessari klíku ekki lýst hér nánar enda ágætur aðgangur að heimildum um það í hinni fyrrnefndu fram- úrskarandi ævisögu Steingríms eftir Hannes Pétursson (einkum bls. 233—242). En eitt dæmi skal þó að lokum nefnt, til þess að sýna hina frámunalegu lágkúru og illgirni eins af æðstu embættismönnunum, sem Steingrímur í einu bréfi sínu kallar sem heild „föðurlandssvikara með einkaleyfi4.” Á þjóðhátíðinni 1874 hafði Sigurður Guð- mundsson málari verið fenginn til að ,,segja fyrir um skreytingu í kóngstjaldi og aðra við- höfn á Þingvöllum5” og þó hann fengi því ekki ráðið að hafa það svo fagurt sem hann óskaði, þá féllu þó handaverk hans konungi svo vel í geð að hann (Kristján 9.) spurði Hilmar Finsen landshöfðingja hvort ekki mætti gera neitt fyrir þennan mann. Sagt er að Finsen hafi svarað: ,,Han har ikke for- tjent noget6” (Hann á ekkert skilið). — Sig- urður dó mánuði seinna úr vosbúð og líklega tæringu. — En hatur landshöfðingjans á þessum baráttumanni íslensks frelsis náði að heita má út yfir gröf og dauða. En hverfum nú frá hraksmánarlegum vesaldómi þessarar valdaklíku, sem stjórnaði íslandi í umboði erlends valds og til tveggja manna — einhverra bestu vina Steingríms — og fyrstu sósíalista á íslandi. III. Tveir vildarvinir Steingríms — fyrstu sósíalistar íslands Steingrímur Thorsteinsson var ljóða sinna vegna elskaður og dáður af þjóð sinni. fjöldi ættjarðar- og náttúru-ljóða hans voru á hvers manns vörum. Og hann var einkavinur Jóns Sigurðssonar og hópsins í kringum hann í Höfn — og heita má að alltaf hafi Steingrímur ort ljóðin við flest sérstök tæki- færi í lífi Jóns, baráttu hans og dauða. En Steingrímur átti og að vildarvinum tvo menn, — sem að vísu var svo mikill aldurs- munur á að vart hafa þeir þekkst sjálfir, — en eru raunverulega fyrstu sósíalistarnir á ís- landi að heita má. Það voru þeir Sigurður Guðmundsson málari og Þorsteinn Erlings- son. — Við skulum rifja upp ofurlítið um samskipti þeirra við Steingrím. Sigurður Guðmundsson málari (eins og hann er oftast nefndur) (1833—1874) er ein- hver hugmyndaríkasti og mesti hugsjóna- maður, sem ísland hefur átt. Það var ekki aðeins að hann málaði, einkum manna- myndir. Hann var frumkvöðull að Þjóð- minjasafni íslands, hann var brautryðjandi um leiklist og leikhús á íslandi, samdi sjálfur leikrit, málaði leiktjöld o.s.frv. Og hann átti svo frumlegar og djarfar hugmyndir um skipulagsmál Reykjavíkur að undrum sætir. Og þannig mætti lengi telja, eins og Lárus 184

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.