Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 26

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 26
söguna 6. Það eru engin þau illverk eða múgmorð til, sem bandaríska yfirstéttin væri ekki reiðubúin að láta fremja, ef hún aðeins slyppi sjálf. Hitt veldur henni hugarkvöl og hindrar hana enn í að hleypa atomstríði af stað í Evrópu, að hún óttast að, ef bandarískir her- menn í Evrópu tækju að skjóta atom-eld- flaugum á Sovétríkin, þá myndu Sovétríkin svara með langdrægum eldflaugum, er eyði- legðu þorrann af stórborgum og stóriðjuver- um Bandaríkjanna. Þessvegna eru múgmorðingjarnirí Penta- gon og Washington ennþá hikandi við að skjóta fyrsta skotinu. Og mannkynið verður að notfæra sér þessa hræðslu þeirra og hik meðan tími er til. Það er þvi annaðhvort að gera fyrir alla hugsandi menn, — hverra skoðana sem þeir annars eru, — að taka höndum saman og duga nú — eða drepast. Vér íslendingar ættum að setja stolt okkar í það sem eina vopnlausa þjóð veraldar, sem aldrei hefur stríð háð, að reyna að leggja fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til- lögu um hvernig afmá mætti kjarnorku- vopnin af jörðinni. Ef hægt væri að koma sér saman um slíka tillögu hér heima, þá fælist í því von um að fleiri gætu sameinast, fyrst og fremst Norðurlandaþjóðirnar og síðan fleiri6. En það liggur á. Þótt oss kunni að finnast þeir furðu smáir margir þeirra, er nú hafa forustu þjóða á höndum, þá er alltaf hugsan- legt að menn geti vaxið á hættunnar stund, ekki síst, ef voldug hreyfing fjöldans þrýstir á. Menn verða að gera sér Ijóst hvílík vá er fyrir dyrum: endalok mannkyns, ef ekki tekst að stöðva óheillaþróunina í tíma. Það verður að gera öllu mannkyni Ijóst að frelsun þess frá algerri tortímingu á næstu áratugum verður að vera þess eigið verk. E.O. Skýringar: 1. Viðvörunarorð Lincolns 1865 nokkru fyrir dauða sinn má lesa í,,Rétti” 1973, bls. 183. 2. Sá hluti úr ræðu Eisenhowers er þýddur í „Rétti” 1973, bls. 183—184. 3. Sjá í,,Rctti” 1974, bls. 126og áfram nánari frásögn af þessum atburðum. 4. Milton segir i „Paradise Lost” þetta um Mammon: „Mammon led them on, Mammon, the least erected spirit that fell l'rom Heaven”. — Jón Þorláksson, preslur á Bægisá, þýddi vers það svo í „Paradísar- missi”. (1828). „Múga hcr greindum Mammon stýrði, lægstur allra sem létu himinn, hann bar hvarvetna, þó i hæð væri, nærsta niðurlútt negg og þanka við gólf gullslegið gladdur meirr enn hærstu hverja helgidóms sælu. 5. Orðatiltæki þetta er úr „Frið á jörðu” eftir Guð- mund Guðmundsson (1913). Þar segir: „Og heimsins friðarhöfðinginn var hæddur, smáður, misskilinn. Og þvi fór svo að sagan hans varð — sorgarleikur kærleikans.” 6. Þeim, sem kynni að finnast eitthvað ofsagt í þessum efnum skal bent á að kynna sér eftirfarandi rit: Noam Chomsky og Edward S. Hermann: The Political economy of human rights: I. bindið: The Washington Connection and third world fascism. II. bindið: After the cataclysm, Postwar lndochina Reconstruction of imperial Ideology. (Gefið út í Englandi 1979 af útgáfufvrirtækinu Spokesman, Bertrand Russell House, Nottingham.) Hvort bindið er um 4(X) siður. Noam Chomsky er prófessor i Cam- bridge. Edward S. Herman prófessor í fjármálafræði i Wharton School, háskóla i Pennsylvaniu. 202

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.