Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 18

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 18
ógæfuna. Tuttugasta öldin hefur verið grimmasta og mannskæðasta öld veraldarsögunnar. Á henni að ljúka með því að allt mannkynið verði þurrkað út á nokkrum mínútum? I. Skáld — sjáendur vara við Matthías Jochumsson fór til Bandaríkjanna 1893 og sá sem spámaður væri hvað þar var að gerast: Auðdrottnar að taka völdin í því þjóðfélagi, sem bændur höfðu verið uppistaðan í eitt sinn og Abraham Lincoln 1 varaði við valdatöku þessara auðmanna. Þá orti Matthías, þjóðskáldið og sósíalistinn, í kvæðinu til Vestur-íslendinga, er hann hafði í versinu á undan gefið ríkjum þeim nafnið: „Mammonsriki Ameríku”.: ,,Fá mér tind af Garðars-grundu — guðastól á sjónar hóli! Sjá, ég eygi alla vegu ógnarland, fæ glóð í anda! Vei þér fjöldi viltrar aldar: Veldis-orð hér liggur í storðu! Sæk þú hart, en varkár vertu: voðafull eru lönd úr gulli!” Þegar Hannes Hafstein, stjórnmálamaðurinn og skáldið, hugsar til 20. aldarinnar í ,,Alda- mótaljóðum” sínum, er hann heltekinn ótta við hvað öldin ,,ber í skildi”: „íslenskir menn? Hvað öldin ber í skildi, enginn fær séð, hve feginn sem hann vildi. Eitt er þó víst: Hún geymir Hel og Hildi. Hlífi þér ættjörð, Guð í sinni mildi.” Vér, sem nú lifum, höfum þegar lifað tvær heimstyrjaldir, sem kostað hafa 50 miljónir manna lífið. Ef þriðja heimsstyrjöldin skellur á, kjarnorkustríðið, þá kostar það allt mannkynið lífið. — Örlög þess eru í okkar höndum, er nú lifum, — og engra annarra. II. ,,Djöfullinn er kominn í mannheim” Tilraunir á tólftu stund til að afstýra tortímingu mannkyns Þegar Bandaríkjastjórn framdi glæpina fangi hundruðir þúsunda manna, sló flemstri miklu, kastaði kjarnorkusprengjunum á jafnvel á þá tæknimenn, sem aðstoðað Hiroshima og Nagasaki og myrti í einu vet- höfðu við gerð helsprengjunnar.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.